. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ekkert er látið í friði.....

Nú er "meistari" Megas að misþyrma laginu Hagavagninn í útvarpinu, þáttastjórnandinn tilkynnti áðan að þetta væri væntanlegt í útgáfu fljótlega ... gömul og góð lög í flutningi meistarans.  Fyrir mér eru þetta hreinar misþyrmingar á góðum lögum, Megas verður seint kallaður góður söngvari.

Enn er skítakuldi hér utandyra og hreint ekkert gott að vera úti. Var uppi á Mýrum mestanpartinn í gær, Árný klemmdi sig illa á hendi við pökkunina svo mamma greip í verkin, ég kann þetta enn ....  svo eldaði ég ofan í ofvirka Solluna og Árnýju kvöldmat, þær voru að byrja að flytja búslóð Árnýjar inn hér niðri.  Plokkfiskur og þrumari rann ljúflega ofan í heimilisfólk og matargesti .... ójá.


Þreytt......

Eftir erfiða síðustu viku en góða.  Tvö afmæli, fullt af gestum, veisla á laugardagskvöldinu sem var frábær ..... ergo, mér er alveg sama um þreytuna, hún hverfur næstu daga.  Kiddi bróðir og Gerða voru hér á sunnudagskvöldið og Kiddi flutti heim til hennar dót sem hann er búinn að eiga í geymslu hjá okkur Gísla í mörg ár.  Einn hlut vantaði og eftir smátiltekt í kollinum á Gísla fannst sá týndi hlutur.  Þetta varð til þess að upp rifjaðist í mínum kolli að gamli dótakassinn minn með miklum gersemum var enn staddur í kjallarakompunni undir búrinu á Efrimýrum.  Við þurftum að skreppa í sveitina um kvöldið hjónakornin og ég ákvað að sækja kassann.  Gamli Musso hrekkjaði Gísla með því að verða olíulaus á leiðinni uppeftir, ég hafði haft vit á að vera á eftir .... okkur kemur sko svo illa saman hjónunum að við getum ekki verið saman í bíl, þannig að ég tók kallinn upp svo hann þyrfti ekki að labba.  Ég gerði svo innrás hjá Árnýju meðan pabbi hennar græjaði sig til að ná í þann hrekkjótta.  Ég fór nánast beint inn í búr og fljótlega heyrðist í dóttlu.... hvern fjandann ertu að gera inni í búri. Fara niður í kjallara var svarið.  Hún birtist í hendingskasti... út úr búrinu með þig.  Ég hélt nú ekki, ég ætlaði bara að ná í dótakassann minn. Sko, ég næ í pabba ef þú gegnir ekki...... þessi þræta stóð ekki lengi, ég sá að hún myndi ná í gamla.  Svo ég hlýddi og hún brölti niður gamla skipsstigann sem liggur þarna niður og kom upp með kassann minn.  Og meðan þau fóru og komu vitinu fyrir Musso, var ég á fortíðarflippi við að skoða gömlu dúkkubollana mína og fleiri gersemar sem þarna voru ..... og það var gaman.

P.S.  Musso átti að verða eftir í sveitinni ... svona ef einhver heldur að ég hafi verið að segja satt um samkomulagið..... 


Hvað gengur nú á......

Það er hvítt úr lofti og dimmt í kring, skafrenningur á Holtavörðuheiði og hér í vesturátt er ekki hlýlegt um að litast, áreiðanlega hvasst og kalt á þeim sem fóru vestur á Patró til að fylgja Bjössa kjöt til grafar.  Var svona veðurskot á þessum tíma ekki kölluð hrafnagusa hér áður fyrr ?

Halla Katrín ræsti í morgun klukkan hálfsjö, spræk og hress, skreið uppí til okkar afa með kubba þannig að nú er það flashback í nótt .... vakna með legokubba fasta á baki eður rassi um miðja nótt.  Þar sem hún vaknaði svona snemma var hún nátturlega snemma þreytt og tókst að sofna tvisvar smávegis áður en hún fékkst til að taka miðdagslúr. Bræður hennar voru í sveitinni í nótt.

Svo er það fjölskylduveislan í kvöld, Jökull og Oddný eru á leið norður og þá eru þau öll mætt á svæðið, matur og drykkur, spjall og hlátur eins lengi og hver endist í kvöld og nótt, fyrst á Árbakkanum og síðan hér heima....... 


Á morgun...........

Er afmæli, nafna mín litla tveggja ára.  Og er hér hjá ömmu og afa í heimsókn ásamt foreldrum og bræðrum, nema Sigtryggi.  Hann er hjá pabba sínum og fær að koma einn í sauðburð fram á Steiná hjá Kötu og Jonna ... í fygld minni.  Ég segi að sjálfsögðu að ég fari með svo drengurinn sé ekki til tafa, en auðvitað dreplangar mig til að komast í sauðburð sjálfa, hver veit nema að ég verði að gagni í húsunum.  Ég kann þetta ennþá ....örugglega.

Er að ljúka við að baka köku handa Höllu Kötu, mamma hennar kom með 2 ára kerti til að blása á...... 


Ég vil fá.........

lottóvinning kvöldsins, mig vantar hann til að gefa öðrum ... og ekki orð um það meir.

Dagurinn hjá mér var mun betri en hjá vörubílstjórum sunnan heiða, þar sýnist mér hlutirnir hafa gengið ærlega úr böndunum.  Sjá hvernig  þessir andsk.... fara með eggin.  Ég var komin snemma upp í Mýra til afmælisbarnsins og eftir kaffispjall  var farið í að græja kökur og svoddan fyrir afmæliskaffið.  Síðan eldaði ég grjónagraut fyrir afmælisbarnið og möppudýrin mín.  Var búin að sjóða slátur til að hafa með grautnum áður og það var etið með mikilli lyst.  Síðan fórum við mæðgur aftur uppeftir, með börn í farteskinu, Anton og Alexander og síðan sótti ég Matthías.  Upp úr fjögur fóru svo að tínast gestir og þetta varð hið ljúfasta stund með gestum hjá litlu stelpunni minni.  

Núna er ég komin heim og kallinn norður á Krók, ég ætla að taka pásu dagsins.... núna. 


22 apríl í dag......

Og æskuvinkona mín hún Ella Bogga er sextug í dag.  Hjartans óskir til þín, Ellan mín kær, með afmælisdaginn, ég hef vægan grun um að þér líði vel í dag, umvafin af dætrum og tengdadóttur sem og ömmustelpunum sem fengu að fara með til Danmerkur í tilefni dagsins.

En það er líka afmæli á morgun, Árný mín er þrítug, það munaði svo sáralitlu að Ella Bogga fengi hana í þrítugsafmælisgjöf.  Þessum áfanga ætlar hún að fagna í sveitinni sinni ásamt gestum sem kunna að slæðast í kaffi, það fer hver að verða síðastur fyrir hana að bjóða til veislu þar ..... ætlar að flytja í foreldrahús fyrstu helgina í maí. Og ekki laust við að sé tilhlökkun hjá mömmu gömlu.....

Er að koma vor?   


Mátti til........ var að finna þessa snilld.

Miðaldra kona stendur allsnakin við spegil í svefnherbergi sínu, karl hennar er skriðinn upp í og er að lesa.  Almáttugur að sjá hvernig ég er orðin segir hún.  Brjóstin komin niður á maga, rassinn langleiðina í gólfið og appelsínuhúð úti um allt og líka keppir. Magnús segðu eitthvað til að gleðja mig.  Hann leggur frá sér blaðið ........Ja þú hefur allavega góða sjón.

Ég veit ekki hvað ég hefði gert við Gísla, hefði þetta verið ég........ 


Föstudagsmorgunn......

Og fyrstu fréttir dagsins voru að eldsvoði hafði orðið um borð í skipi sem Kristján bróðir er á og núna er statt í Hafnarfirði við bryggju þar.  Sem betur fer sluppu þessir þrír menn frá borði óslasaðir.   Annars horfir dagur nokkuð vel, ég er hálfnuð við að þrífa planið hér fyrir utan húsið og men hvað það er hræðilega mikill skítur þar eftir veturinn.  Það er enn smásnjóleifar í garðinum en um helgina ætti ég að geta þrifið beð og tínt upp óþverrann sem fýkur í runnana og situr þar fastur..  Mér er alveg óskiljanlegt hvað er ríkt í fólki að henda frá sér umbúðum utan af mat, bjórdósum, flöskum þar sem það er statt utan dyra í það og það skiptið... að ég tali nú ekki um andsk.... sígarettustubbana og flugeldaruslið sem er um allan bæ.  Fallega stéttin fyrir utan nýuppgerða Saumkaupsverslun staðarins skartar sígarettustubbum í þúsundatali í rifum á milli steinanna sem hún er gerð úr.  Í fyrra sumar tíndi ég upp stubba og dósir í kring um húsið hér við hliðina sem hýsir hárgreiðslustofu, Búnaðarsamband A-Hún, Vís umboðið, Sjálfstæðishúsið að ógleymdu Húnabókhaldi.  Þetta gerði ég reglulega með aðstoð barnabarnanna minna en það var með ólíkindum hvað var fljótt að hætta að sjást að eitthvað hefði verið gert þarna til þrifa.  Arg og hóst......

P.S ég gleymdi að útskýra fyrir þér Gerða mín hvað væri að ske á laugardaginn, það er sýning uppi í Hnitbjörgum sem ég ætla að " frumsýna " eldhúsgardínurnar mínar útsaumuðu..... fyrst að búálfarnir voru svo elskulegir að skila þeim í tæka tíð.


Bloggleti og pirr........

Svona í fljótu bragði ástæðan fyrir stopulli komu hér inn.  Veit svosem ekki alveg hvað það er sem fer svona í mínar fínustu þessa dagana, ja nema þá að ég sé komin með ofnæmi fyrir sjálfri mér.  Anton Einar er búinn að eyða sínum frítíma í dag hjá ömmu, varð mikið fegin þegar hann uppgötvaði að afi hans og mamma höfðu ekki klárað mjólkurgrautinn sem ég eldaði í hádeginu, hann fær ekki margt betra hjá ömmu en grjónagraut með rúsínum.  Elísan birtist svo þegar skóladagheimilið var búið, mamma hennar var í prófi og sú stutta var fljót hingað þegar enginn var heima hjá henni.

Er langt komin með að setja upp útsaumuðu eldhúsgardínurnar mínar ... ætla að monta mig aðeins af þeim á laugardaginn....... 


Fjandinn....... afsakið orðbragðið......

Ég vakna með fuglunum þessa dagana, er ekki enn búin að leggja frá mér að vaka á vitlausustu tímum þegar sauðburður fer að nálgast.  Til að vekja ekki hjásvæfil minn elskulegan, hypjaði ég mig framúr um fimmleytið.  Heimsótti gustafsberg... og viktina mína.  Það hefði ég betur geymt fram eftir morgni, talan sem ófétið sýndi mér var mér ekki að skapi.  Var efst í huga að fá mér göngutúr og henda viktinni í Blöndu.  En ég léttist víst lítið við að hafa viktina syndandi ánni þannig að hún er enn inni á baðgólfi.  Eitthvað sofnaði ég samt undir morgun, var samt á undan Gísla á fætur og það er í hæsta máta óvenjulegt.  Morguninn hefur svo farið í heimilisverk.

Eftir hádegið er svo gesta von í Efrimýra, hjónin sem ætla að flytja þangað í júlí.  Ætla að elda kvöldmat þar og borða með þeim og Árnýju.  Og verð þá vonandi orðin í skárra skapi, get víst engu kennt um hækkandi tölu á viktinni nema eigin græðgi ......  


Næsta síða »

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband