. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

30 september......

Það var enginn kassi á baðherbergisgólfinu í morgun, enda á ég baðvikt .... og verð ekki 56 ára fyrr en um ellefuleytið ...... rúmir tveir tímar enn.  Og á Hlíðarbrautinni gerist ekkert enn, ég hringdi í Maju rétt fyrir kvöldmat í gær og spurði hvort hún væri ekki byrjuð að taka utan af afmælisgjöfinni minni.  Ónei ... ófæddi óþekktaranginn situr sem fastast..... ja situr, stendur á haus væri nær að segja.  En allt um það, Majan mín, hvort sem er 30 sept eða 1 okt, þá vona ég þín vegna að krílið fari að skila sér í heiminn.

Gærdagurinn hefði mátt vera betri, það segi ég satt.  Fæstar fréttir sem í mín eyru komu frá því í fyrrakvöld og gærdaginn allan voru mér að skapi, þó svo ein þeirra meiddi mann annarri frekar...... og þá er ég ekki að tala um andsk...... bankana.


Guð sé lof að ég á baðvikt.....

Jónas var í vandræðum, hann gleymdi nefnilega brúðkaupsafmælinu og kona hans var bálreið þegar hann kom heim án gjafar.

Konan tók hann því í strangt tiltal.-Það er eins gott að á morgun þegar ég vakni verði gjöf í innkeyrslunni, gerð úr járni og gleri og komist í 100 á innan við 6 sekúndum!

Morgunin eftir hvarf hann snemma í vinnuna en þegar konan hans vaknaði sá hún kassa í innkeyrslunni.

Hann var ekki alveg eins stór og hún átti von á. Hún gekk út og opnaði kassann.

Á botninum var baðherbergisvikt

 Ekkert hefur sést til Jónasar undanfarna daga.


20 september......

Jæja Majan mín, nú er það annað hvort eða .... detta í tvennt í dag eða bíða til þann 30 sept.  Ég var með úrillara móti í gærkvöldi og var skriðin undir sæng fyrir níu, en ...... framúr aftur þegar dóttlan kom upp með Lenu frænku sína með sér í spjall. Tilraun tvö til að sofna endaði við sjónvarpið um hálfeittleytið til að góna á sossum eins og einn glæpaþátt.  Að honum loknum tókst mér að sofna ... með tilfinninguna um að nú væri eitthvað að fara í gang á Hlíðarbraut 9. En þar sem engar fréttir voru í morgun, þá er líklega kúlubúinn enn í letikasti og vill ekki út strax.  Skil ekkert í þessu, það bíður her manns eftir að sjá krílið.

Er ein heima, kallinn og dóttlan farin upp í Mýra, púddurnar eiga að vera mættar um hádegið og þá er að moka þeim inn svíturnar sínar, ég ætla að passa Emblu á meðan.  Hún kom hér upp til mín í gær og var snögg að finna ömmudótið, verst að mamman var að flýta sér. En þær eiga örugglega eftir að koma aftur......


Afgangurinn af Ike.....

Er búinn að fara illa með sólarhringinn fyrir mér og mínum.  Þrátt fyrir aðstoð við að sofna, varð svefninn slitróttur sökum hávaðaroks, sem skánaði þó aðeins við að loka glugganum sem er mér þó þvert um geð.  Eitthvað angraði veðrið hjásvæfil minn þrátt fyrir gluggalokunina, alltént var hann á leiðinni á fætur vel fyrir sjö.  Ég hinsvegar þráaðist við en var samt komin á ról fyrir átta.  Árný svaf hinsvegar ærlega yfir sig, hafði ekki getað fest svefn fyrr en undir sex í morgun og vaknaði með andfælum rétt fyrir tíu.  Og varð of sein í skítverkun á Efrimýrum, þar er hún að aðstoða nýja eigendur púdduhússins við að búa húsið undir nýjan fugl sem mætir á laugardag. 

Ég ákvað í hádeginu að nú yrði því ekki frestað lengur að koma einhverju skikki á umgengnina í skúrnum mínum, þar var bara staflað inn í sumar þegar við tæmdum uppi á Mýrum.  Ég finn ekkert sem mig vantar í þessari óreiðu og til að byrja með var erfitt að smeygja sér þarna inn án þess að ryðja einhverju um koll.  Nú er ég hinsvegar komin upp í pásu... með kaffi í könnu.


Úps......

Ekki bloggað í marga daga ... ussususs.  Ljósanótt kom og fór, gaman að sjá  hvað um var að vera, er samt viss um að ég missti af mörgu sem þarna var hægt að sjá.  Mér tókst að detta á föstudagskvöldinu og það hefti mig töluvert.  Ég skarta ennþá fallega litum vinstri fæti með bólgublettum hér og þar...... býsna skrautlegt.  Við fukum svo heim á sunnudeginum, það var allhvasst þarna á suðvesturhorninu þann daginn.

Núna er réttahelgin fram undan, Sigtryggur Einar mættur á svæðið og datt í lukkupottinn í gær, fékk að fara með Maju og ömmu í hrossastúss upp í Balaskarð í gær og var slétt sama þótt hann kæmi rennblautur og drullugur heim.  Dreif sig í þurr föt ... til þess að snúa við upp í Efrimýra í púdduslag... skítugur aftur.  Og það var alsæll drengur sem sofnaði hreinn og nýbaðaður í passi afans hér niðri í gærkvöldi, Árný var í skólanum með Sollunni í gærkvöldi, duglegu stelpurnar mínar.


Klukk

Ég gaf mér tíma í þetta en aðferðin maður........ hún klikkaði, ég verð þá bara lengi....

Fjögur störf sem ég hef unnið um æfina....

Húsmóðurstörfin, barnapössun, aðhlynning á sjúkrahúsi og heimili, saumastofa.

Fjórar bíómyndir.......

Hef ekki farið á bíó síðan í fyrra lífi, held ég.

 Fjórir staðir sem ég hef búið á.....úps þetta eru fimm

Skagaströnd, Núpur, Akureyri, Blönduós, Efrimýrar og Blönduós aftur....

Fjórir  sjónvarpsþættir sem ég horfi á......

Alla sakamálaþætti sem ég næ í ...... þetta lítur út eins og ég sé glæpon að upplagi......

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum...

Puerto Rico, Haawaii, Suðurafríka, London

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

mbl, Húnahornið, Netkellur (uss Kristín ég veit vel að ég gleymi því stundum)

Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna.......

Tenerife(næsta mánuðinn minnst), Prag ,London,Ljósanótt í Reykjanesbæhefði þurft að vera komin þangað í gær, hef örugglega misst af einhverju með því að fara ekki fyrren í dag....

Fjórir bloggarar sem ég klukka.....

Kristín Magg, Sifin mín og Árný, já og það væri gaman að sjá til þín Göspin mín .... ekki bloggað í margar vikur...

 

Nú er það næst á dagskrá að koma út í húsbíl því sem nauðsynlegt er með að hafa svo mann teljist gjaldgengur á Ljósanótt..... 


Áminning/kvörtun ....

Magga Skúla kvartaði við mig á mánudaginn í föndri, sagði að eldhúsgardínurnar mínar sneru öfugt.  Ég kveikti ekki alveg í hvelli, en ..... auðvitað, hún labbar framhjá minnst einu sinni á dag og sér bara hvítu bakhliðina, útsaumurinn snýr inn.  Ég lofaði henni að þegar ég þvægi þær næst skyldi snilldin snúa út að götu....... fyrir hana.  Annars getur orðið bið á þessum gjörningi ég er enn þvottavélarlaus síðan um verslunarmannahelgi.  Þökk sé þvottavélum þeirra Völu og Gerðu þá er ekki komnir kögglar og slæm lykt af fatnaði okkar íbúanna hér á Húnabraut 11.

Hér kom smiður í gær með skápinn minn góða, gekk frá eintakinu í glugganum og límdi vel, setti upp hillur fyrir mig á vegg niðri á snyrtingu og hausinn hans Gísla upp á vegg í forstofunni. Sko .... ekki hausinn AF honum heldur uppstoppaða hrútshausinn sem hann er búin að eiga í yfir tuttugu ár uppi á vegg, fyrst á Brekkubyggð 18 og svo á Efrimýrum. 

Síðan kvaðst hann koma í fyrramálið og ljúka við að setja hurðir og hillur í skápinn góða.  Ég reif mig því á fætur uppúr sjö en... mín klukka er orðin tíu og hann ekki kominn, þó hann hefði skriðið á fjórum fótum utan úr Stíganda  með verkfærin á bakinu ætti hann að vera kominn, þetta er svo stutt.


Nú fara.......

Bláu rassarnir hamförum á þakinu mínu... lokatörn að mér er sagt.  Þá er bara eftir að setja upp skápinn minn góða í stigagluggann og setja upp handrið í stigann ......... svo ég þurfi ekki að skríða upp þegar minn vinstri fótur vill ekki hlýða eiganda sínum og yfirmanni.  Er búin að öðlast reynslu af því að fara niður stigann á óhæfilegri hraðferð ... með rangri aðferð. Það var bara vont en hafði þó ekki verri afleiðingar en nokkra marbletti.

Við áttum alveg ágæta helgi, hjónin, þrátt fyrir að  gera ekki það sem við ætluðum ...... fara norður í Eyjafjörð.... þú verður að bíða lengur Öspin mín góð. Gísli þurfti að vinna hluta af laugardeginum og gera verkin á Efrimýrum á sunnudegi svo við fórum ekki langt, upp í Núp til að sofa og svo vestur að Hvítserk þegar húsaverkum lauk í gær.  Og þar stóð náttúruundrið á þurru nánast, það var fjara svona mátulega þegar við komum.  Þetta stóðst Gísli ekki, hann klifraði niður bakkan snarbratta og Lena Einars með honum, hún var þarna með Árnýju, við mæðgur biðum uppi eft í slóðinni, þar var gott skjól fyrir hafgolunni. Og Árný með myndavélina auðvitað.......


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband