. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Enn ein vikan....

Er að kveðja mig og enn er rysjótt veður, þoka á fjöllum og skítakuldi.  Gísli er uppi á Efrimýrum að leysa af, svona sem varaskeifa, Þröstur vinnumaður er enn að læra á pökkun, verðmerkingu og þann frágang, klárar sig orðið vel af húsinu. Ég er ein að rolast hérna heima, Árný fór suður með Völu á fimmtudaginn, Villi að vinna, Lena og fjölskylda fyrir sunnan í leikhúsferð. Tommi er þó heima þar og afinn var beðinn um að sjá til þess að kisi hefði nú nóg fóður og það væri ágætt að klappa honum líka.  Antoni þykir afarvænt um kisu sína.

Þvottavélin mín tók upp á þeim óskunda að leka .... mikið og meðan ég reyndi að stöðva flóðið hringdi Kristján bróðir.  Sú mátti bíða á meðan við spjölluðum, það er ekki svo oft sem mann heyrir í honum svona í síma .... og það er eins og hann sé staddur í næsta húsi.  Mér þykir verst núna að ég gleymdi að spyrja hann hvort stæði til að koma í stóðréttina, ég er ekki búin að gleyma því enn þegar  hann birtist óvænt með hest í taumi úr göngum fram á Kirkjuskarði... ég hélt að ég sæi ofsjónir.

Það styttist nefnilega í réttir þetta haustið, já og svo er ljósanótt eftir viku og aumingja Jökull + Oddný mega þola systur hans allar, afleggjara þeirra og eiginmenn, plús okkur gömlu hjónin í garðinum hjá sér heila helgi.


Fru Kristín......

Er komin úr viðgerð, nokkuð hress í spjalli í morgun og hreint alveg viss um að doksi hafði gert við réttan fót.  Mikið gott að heyra í henni.  Skólabörn fjölskyldunnar eru öll komin á básana sína í skólakerfinu, Vala kom heim í gærkvöldi og fer aftur á fimmtudag.  Mér finnst eiginlega skrýtið að sjá hana komna í skóla, en men ..... hve ég er montin af henni að drífa sig.

Gleði dagsins birtist svo með Villa hérna af neðri hæðinni áðan, hann var að taka til í gömlu dóti og fann þar fimm mokkabolla sem hann gaf mér .... yndislegt.


Rysjóttur mánudagur........

Sem hófst hjá mér um fjögurleytið í nótt, mér til mæðu. Hefði gjarnan viljað sofa lengur, ekki síst þar sem mér gekk illa að festa svefn í gærkvöldi. Ástæðan .... nokkrar risavaxnar suðandi flugur, sem að vísu þögnuðu um leið og ég slökkti ljós.  Þar sem frekar spennandi bók var á náttborðinu var þetta slæmur kostur að slökkva.

Úti er að hvessa með morgninum og frekar þungskýjað svo ekki er mjög freistandi útivera, best að hypja sig undir teppi og hugsa hlýlega til Kristínar Magg, hún er í þessum skrifuðum orðum komin á skurðarborð til viðgerðar á sínu bilaða hné. Vonandi er doksi búinn að taka til varahlutina sem í hnéð skulu setjast, brýna vel ... og geri við rétt hné. Ég bað hana í gærkvöldi að fá mann sinn til að skrifa á skárra hnéð með feitu tússi... ekki skera hér....veit ekki hvort hún fygldi ráðinu.


Loooksins ............

Dru ...... ég til að blogga, búin að fá ávítur fyrir letina og beiðni um að hysja nú upp um mig svona blogglega séð.  Ég sé á dagsetningum að í ágúst hef ég bara ekki sett staf á blað og það er sko ekki vegna þess að ég hafi verið heima og ekkert gerst í kringum mig. Anna mín og börn voru hér vikuna fram að verslunarmannahelgi, Óli þurfti að vinna fyrrihluta vikunnar og við því án hans. En hann skilaði sér norður og lagði af stað með allt sitt vestur á Snæfellsnes snemma á föstudeginum. Við Gísli gátum ekki farið svo snemma, það þurfti að ljúka vinnudegi fyrst.  En við urðum samt á undan þeim í Snorrastaði til Hauks og Ingu en þar var ætlunin að dvelja amk. eina nótt.  Þær urðu tvær, það var gengið á Eldborg fyrridaginn og þann seinni um hraunið fyrir utan bæinn þar sem Haukur hafði virkjað heitt vatn sér og sínum til nytja. Þarna um hraunið fórum við Gísli í fygld Hauks í vor og vorum viss þess að þarna þyrftum við að koma aftur... vopnuð myndavél.  Ekki fannst Önnu síðra tækifærið að sjá sig þarna um ... með sína vél um hálsinn.

Þarna í skjóli Hauks og Ingu var yndislegt að vera en við fórum þaðan á sunnudegi undir hádegi áleiðis að Arnarstapa.  Yndislegt veður, umhverfið magnað ..... það þarf ekki að lýsa þessu frekar. Gistum þarna um nóttina og fyrir nes daginn eftir og svo heim. Óhappalaus og yndisleg helgi með ungunum mínum og kalli.

Dag í senn, hvert andartak í einu.... Björg Þórhallsdóttir er að syngja fyrir mig.

Flesta daga erum við á Núpi, Gísli að erja við að bæta og laga, gera og græja ... ég þvælist fyrir honum og sé til þess að hann hafi að eta.  Við erum stundum að furða okkur á hve mikil umferð er þarna frameftir, síðastliðinn sunnudag voru amk. sjö bílar á ferðinni eftir að við komum fram eftir um miðjan dag... höfðum verið í Saurbæ um helgina.


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband