. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Ég á ekki orð .....

Er búin að halda mig óþarflega nærri menningunni síðasta sólarhringinn, er semsé ekki uppi á Núpi.  Þaraf leiðir að ég frétti í morgun að það ætti að loka Dómkirkjunni 17 júní ... nema völdum gestum.  Næsta hrellling, einhver kínversk sendinefnd er hér á landi í heimsókn og er með vopnaða verði sér til halds og trausts .... ekki bara úr eigin ranni heldur íslenska líka.

Hvað er eiginlega í gangi, spyr ég nú bara.

Annars er frúin enn að drepast úr kulda, þrátt fyrir lopasokka væna sem ná upp að hnjám, já og flíspeysu.  Er alvarlega að hugsa um að ná í sængina mína og breiða vandlega yfir mig áður en ég held áfram að leika mér ... er að sauma út jólaskraut.


Sunnudagur.....

Og sólskin um allar áttir.  Kom heim til að fara í sturtu og þvo þvott.  Svo var eitthvað sem beið í tölvupósti, fólk skilur ekkert í því að ég skuli ekki vera í netsambandi alla daga. En uppi á Núpi er ekkert af öllu því sem telst nauðsyn í dag ..... nema kyrrð og friður.

Betra blogg á morgun, er að fara í sveitina.


Sólskin.......

Um áttir allar og ég þurfti að fara niðureftir með Gísla í morgun. Eins og ég hefði nú getað hugsað mér að vera bara ein með sjálfri mér í dag í þessu yndislega veðri þarna framfrá.  Bæti mér það upp á morgun.  Þá verða líka gestir í kvöldmat og jafnvel gistingu líka, Rip, Rap og Rup (Gísli yngri, Birgir og Jón ) þeir ætla að tjalda og sjá um sig sjálfir. Humm, hvernig skyldi það ganga hjá þeim þegar afi er að grilla steikur og nammi ofan í sína gesti.  Næstum því viss um að þeir gæta hvort sé afgangur hjá gamla.

Fór með Maju minni og mömmu hennar í blómatúr í gær, þar með gátum við Gísli farið með sumarblóm á leiðin þeirra tengdaforeldra minna og Öbbu.  Það er byrjað að slá garðinn  og verður eflaust orðinn flottur og nýsleginn þann 17 júní.

Svanhildur mín kom hér í morgun og hjálpaði mér við að ryksuga og þrífa bílana og þegar hún vissi af kjötsúpuafgang í ísskápnum neitaði hún að fara heim fyrr en eftir mat. Og enn fjölgaði, Smári kom rétt fyrir mat svo það var hringt í Önnu Guðbjörgu og hún hjólaði í snatri til ömmu.  Yndislegt að fá svona heimsóknir og matlystug börn að borðinu.

Kría þangað til kallinn skilar sér........


Ekki furða.........

Þó að ég fái ákúrur fyrir að blogga ekki, hef ekki skrifað neitt það sem af er sumri.  Ekki er það þó svo að ekki hafi verið eitthvað um að vera í kringum mann ... bloggandinn hefur bara verið víðsfjarri.

Samt er margt að hlaðast upp í kolli mér sem ég þarf að koma á blað, kveikjan að því var símtal við Valla bróðir snemma í maí, þá hafði hann verið að velta fyrir sér ýmsu sem tengist pabba og hans fólki sem lengst af var lítið rætt um og ennþá minna vitað.  Nú er ég farin að leita og spyrja þá sem ennþá eru hérna megin og muna ömmu mína Sigurlaugu Þorláksdóttur .... kalla kaflann sem ég er að skrifa.....Rótað í ryki fortíðar.  Þetta er forvitnilegt, gaman og stundum sárt.

Um mánaðarmótin apríl/maí eyddi ég helgi með barnabörnunum mínum á Bakkastöðum 75, með Svanhildi til aðstoðar.  Anna og Óli fengu hvíld þá helgina fyrir austan fjall.  Þetta var bara gaman og þökk sé Svanhildi fyrir hjálpina sem og að keyra megnið af heimleiðinni  fyrir ömmuna, mömmu hennar tókst að fá skráðan æfingaleyfisakstur á mig fyrir hana.  Rúmri viku seinna  var ég svo komin á Bergveginn til Oddnýjar og Jökuls, Oddný var að fara í smáviðgerð og amman reyndi að sjá um Birni fyrstu dagana á eftir.  Börnin voru reyndar öll nema Aron heima helgina eftir að hún kom heim, en allt bjargaðist þetta vel.

Um síðustu helgi var sitthvað um að vera hjá mér, fjörutíu ára afmæli mitt á Laugalandi í Eyjafirði og við mættum ekki nema sextán. Tvær kennslukvennanna  eru enn á lífi og mættu, okkur stelpunum til óblandinnar gleði.  Þetta var alveg yndislegur sólarhringur sem við eyddum saman, borðuðum góðan mat og spjölluðum fram á nótt, fórum og skoðuðum skólann okkar, safn og gallerý já og jólahúsið slapp ekki við okkur.  Svo var það ferming hjá Öspinni minni og Sigga, nú var það Elvar Jóhann.  Yndislegt að fá að vera með fjölskyldunni svolítið í undirbúningi á laugardeginum og svo ferming í Laufási á sunnudagsmorgni. Yndisleg athöfn og minnisstæð og stórveisla í Brúnahlíðinni á eftir.

Núpurinn okkar Gísla var sóttur í geymslu meðan ég var fyrir sunnan svo það varð verk Gísla að þrífa bílinn í þetta sinn. Síðan ég kom heim erum við búin að vera flestar nætur fram á Núpi og geymum bílinn bara framfrá í girðingunni góðu. Þarna kom allt vel undan vetri og mesta furða hvað er mikið lifandi af plöntunum sem settar voru niður í fyrra.

Ég ætla ekki að lofa neinu um bloggandann, en reyni........


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband