. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Bloggleti........

En ekki samt að hafi ekki verið mikið að gerast.  Fékk gleðifréttir snemma morguns þann 29 júní, Majan mín var búin að eignast dóttur, 18 merkur og 53 cm.  Stór og kúlulaga hlýtur að vera, ég er ekki farin að sjá hana enn.    Lena útskrifaðist sem viskiptafræðingur 12 júní og þá um kvöldið héldu þau hjónin upp á 35 ára afmælin sín og svo útskriftina með góðri veislu, morguninn eftir vorum við Gísli farin vestur til mömmu og pabba, áttum með þeim rólega og góða daga í viku. Síðan heim, Gísli sagðist þurfa að fara að hugsa um slátt á blettinum okkar góða, svo það var varla stoppað á Húnabrautinni nema til að setja í þvott.Sólríkt að venju á Núpi svo sláttumaðurinn var bæði sólbrenndur duglega og skítugur að auki.  Óskar var með synina hjá Árnýju þegar við komum heim, þá vorum við að sjá í fyrsta skipti.  Ekki var að sjá annað en þeir yndu sér hið besta.

Næsta ferða lag var fyrihugað 2 júlí, Flakkarar stefndu á suðausturhornið og byrjuðu á Grenivík.  Hjá okkur barðist löngunin að fara með þeim en... vorum boðin í afmæli á Þingeyri 8 júlí....... og Dýrafjarðardagar helgina á undan.  Því er ég að skrifa þetta á tjaldstæðinu á Þingeyri, kom vestur í gær.  Gísli er farinn í gönguferð út í Haukadal, á slóðir nafna síns Súrssonar.

Afmælið, Davíð bróðir mömmu varð áttræður í mars í vetur, Kata verður sjötug í janúar næstkomandi og þau eiga gullbrúðkaup á næstu jólum.  200 ár samanlagt.  Þarna var tækifæri fyrir mig að sjá margt af frændfólki mínu sem ég hef ekki séð í mörg árog afmælisveisla er hundrað sinnum betra tækifæri en erfisdrykkja

 


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband