. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Gamla konan..........

Ég sé á kommentunum við síðustu færslu að ég kann ekki að telja, ástæðan er líklega hækkandi aldur, sem náttúrlega versnar með hverju ári.  Hvað um það, ungarnir þínir, Gerða mín og Fjóla líka, ég kann vel við ömmutitilinn sem börnin ykkar gefa mér, verst hvað ég sé þín sjaldan nú orðið, Fjólan mín kær.

Ég fékk upphringingu í dag frá tengdadótturinni ........ ég held að svarti jakkinn þinn sé fundinn.  Það vildi til að ég sat, svo hissa varð ég.  En það fór ekki á milli mála, við allsherjartiltekt í forstofu skáp á Bergvegi 10 hékk téð flík...... undir mótorhjólajakka sonar míns.  Hér með eru allir þeir sem ég hef tuðað í að leita nú að þessari annars ágætu flík minni beðnir afsökunar, sonurinn bíður hinsvegar viðtals við móður sína þegar hann kemur næst í land..........

Birnir Snær er ársgamall í dag, til hamingju með afmælið, snáðinn hennar ömmu. 


Ekki svo slæm byrjun.......

Á mánudegi, fór morgunmat og síðan í sundleikfimina þrátt fyrir kvef, síðan í viktun og hafði misst hálft kíló síðustu viku.  Bara gott.  Núna er ég búin að fara bloggrúntinn, skoða mikið af nýjum myndum bæði hjá Önnu og Árnýju og hafa gaman af.  Það rifjaðist líka upp, við að lesa bloggið hennar Lenu þessi ferð okkar á lansann fyrir meir en tveim árum, með Elísu í farteskinu.  Lena var að fara í viðtal við lækni en ég í blóðprufu og sagði Elísu að það þyrfti einhver að koma með mér og halda í hendina mína .... þessa sem ekki væri verið að stinga í.  Hún tók þessu með mikilli alvöru og kom orðalaust með mér, mamma ætlaði bara að tala við lækninn svo það þurfti ekki að halda í hendina á henni.  Það var svolítill svipur á meinatækninum, þangað til ég gat útskýrt málið ....einhver þurfti að passa barnið og þetta svínvirkaði.

Einhverntíman tók ég að mér að fara með Sigtrygg Einar í blóðprufu, það hafði tekið tímana tvo og mannskap næsta skipti á undan.  Enda voru einir fjórir mættir til hjálpar þegar ég kom með strákinn.  Þrátt fyrir að tveir biðu þjónustu heimtaði ég að fá að ganga fyrir með hann og útskýrði hversvegna.   Inn með guttann, út með hjálparkokkana.... þeir mögluðu en gegndu, Sigtryggur settist og rétti út hendina og ég settist þannig að ég byrgði honum sýn á hvað meinatæknirinn væri að gera.  En var búin að segja honum fyrir fram að hann þyrfti ekki að horfa, það virtist vera eitthvað mál hjá honum. Nú kemur stunga, sagði "blóðsugan", drengurinn æjaði aðeins og um leið og sagt var... nú er þetta búið.......  Amma við fara fiskabúðina og svo kaupa dót.  Og hvort að amma stóð ekki við sitt, það var meir að segja stór hundur staddur í dýrabúðinni sem hann mátti klappa og ég var sko ekki að reka á eftir honum.  Síðan var það Leikbær í sama húsi, keyptir hestar, hvað annað og síðan heim til mömmu hans.

Mér þykir alveg óskaplega vænt um barnabörnin mín.... öll fjórtán. 


Kvef og önnur óáran........

Er að angra mig svo ég hef ekki farið langt úr rúmi í dag nema til að borða og heimsækja Gustafsberg reglulega.  Eins gott að ég skáni eitthvað á morgun, nenni ekki að vera svona vesældarleg í marga daga............

Afmæli og aulaháttur.......

Í ömmu að muna ekki efir afmæli Arons á réttum degi, heldur flytja hann ósvífnislega yfir til Sifjar sem er 35 ára í dag, þau eiga sko sitthvorn daginn. Til hamingju með afmælin ykkar, bæði tvö.

Hér er ekki sama fjörið og í borgarstjórnarpólitíkinni, hér er bara haft hátt yfir spilum á kvöldin og þrátt fyrir allsterk orð á köflum standa allir sáttir upp frá spilaborðinu. Enn snjóar aðeins og færið utandyra er afleitt, fór samt út að labba í gær.

Nú er það Ísland Spánn í dag, geri ekki margt annað á meðan, verst að ég missi af einum fyrilestri.  Hef svosem heyrt áður í næringarfræðingi ..... það verður að duga.


Baráttan töpuð.......

Hetjan Þórdís Tinna lést í gær, margra mánaða hörð barátta hafði þennan endi. Megi almættið umvefja hana ljósi og birtu og vernda dóttur hennar ungu, sem svo mikið hefur misst.  Með bjartsýni og kjark að vopni sýndi þessi unga kona svo vel hve langt viljinn getur borið mann, hún vakti aðdáun svo margra fyrir bjartsýni og viljann til að lifa og hve langt það fleytti henni.

Guð gefi henni góða heimkomu til himna, þar sem fyrir voru baráttusystur hennar, Gillí, Ásta Lovísa og Hildur Sif. 


Allt í pati......

Enn á ný er borgarstjórn Reykjavíkur í uppnámi og enn er skipt um staffið í brúnni, það rifjaðist upp fyrir mér áðan , við að horfa á Ólaf F, álitið sem hundurinn minn gaf á þessum ágæta lækni sumarið 1982..... Gilli hundur pissaði utan í eintakið.

Manni getur nú ofboðið.

Annars rólegur dagur hér, þjálfun svefn og saumaskapur. 


Franskur kvöldmatur......

Þetta snerist við.... Frakkarnir átu okkur, ég gafst upp í hálfleik og fór í kvöldmat.  Hann náði að vísu ekki með tærnar þangað sem kvöldmaturinn hjá Oddnýju var á laugardaskvöldið, hann var æði.   Gærkvöldið fór svo í saumaskap og snöfl af ýmsu tagi og sofnaði seint.

Ég fékk náttúrlega update af öllu því sem gerist heima í fjarveru minni, við það að hafa kallinn hjá mér heila helgi.  Mér finnst verst að vita hvað Árnýin mín á erfitt með bak sitt og fætur núna, ég skil svo vel hve fja... erfitt þetta er.  Las bloggið þitt í gær, mömmustelpan mín og líka eitthvað í umhverfinu þínu á síðunni.  Þar er spurning sem þú svarar ... spyrðu mömmu.   Og hér er svarið .....Þú er sko ekkert slys, þú komst óvænt til okkar pabba og innilega velkomin eins og hin.  Það hefur bara verið grín þegar er verið að segja að þú hefðir brotið oddatöluröðina..... 1971... 1973... 1975....1978....1979, en sjáðu nú til, þessi jafna tala sýnir þig bara í spegli, alltaf að reyna að gera öllum til geðs og halda öllu á lygnum sjó........ mömmu þykir óskaplega vænt um þig, hin börnin mín líka.


Slóvenarnir voru skárri...............

Ójá, þarna gekk betur, ég missti að vísu af fyrri hálfleiknum, en Árný vakti mömmu sína af sinnuleysinu og hringdi, svo ég náði í síðustu sekúndurnar af honum og vissi því að það hallaði ærlega á mótherjana.  Seinni hálfleikur var skrautlegur frekar en þeir náðu þó sex marka mun.  Nú þurfa þeir helst að éta Frakkana ....... svo að við séum örugg áfram.

Ég er búin að eiga mikinn letidag hérna hjá Oddnýju og börnunum og Gísli að sjálfsögðu líka, Anna og Óli komu og borðuðu kvöldmat, voru með nöfnu mína og Sigtrygg með sér, Kristján er í Hólabergi.  Nafna mín er svolítið herská við frænda sinn en hann er nú óðum að stækka og mannast svo að hann geti nú haft eitthvað í þessa "freku" frænku sína.

Ég er búin að fylgjast með af og til í dag hetjunni Þórdísi Tinnu, nú er hún fárveik og allri meðferð hætt í bili, guð gefi henni góða nótt og glaðan dag að morgni.


Andsk..... Svíarnir........

Ég er enn að jafna mig eftir hrellingar gærdagsins, mér var orðið verulega illt í hálfleik og það átti bara eftir að versna, um miðjan seinni gafst ég upp og slökkti, en ... bara smástund og sá þá klára.Það máttu þó strákarnir eiga að þeir gáfust ekki upp þó illa gengi, tapið varð þó ekki nema 5 mörk.  Úff.

Gísli kom suður í gærkvöldi og var á nýja bílnum svo ég fæ að skoða og prófa núna um helgina þar sem hann ætlar að tolla sunnan heiðar fram á sunnudag og ég í fríi úr "grasinu".  Ætlum að heimsækja börnin og barnabörnin í Keflavík og Reykjavík og njóta þess að leika við þau.

Ég er í einhverju þreytukasti þessa dagana,  gengur illa við að losna við verki og óáran í minni vinstri hlið, nema að ég sé á kafi í vatni, þar gengur mér best að hreyfa mig.  Þarna er víst skýringin á vanlíðaninni, ég er of dugleg í vatninu, þar er býfan rétt miskunnnarlaust í hinar ýmsu áttir, hoppað og hjólað, sparkað og það er svo að koma mér í koll frameftir degi.  Enda er ég miskunnarlaust áminnt núna..... hææææææææægt kona, ekki svona mikið.  Úti er kafasnjór svo að gangarnir eru notaðir óspart, það er eina hreyfingin núna ... svona að labba.

Ætla að hætta þessu núna , það styttist í mat og það er fiskidagur..... ekki á Dalvík. 


Ekkert blogg......

Í gær, ég var í frekar lágu formi frameftir degi, hresstist þó heldur þegar ég mundi eftir að það væri landsleikur í handbolta klukkan fjögur, já og upphitun á undan.  Svo hringdi Árný til að minna mig á leikinn, hún ætlaði sko að horfa líka.  Ég urraði aðeins yfir að geta ekki setið við hliðina á henni, en ..... of langt að hlaupa þetta og hafa aðeins hálftíma til þess. Í stuttu máli sagt, leikurinn var spennandi mjög og ég guðsfegin að næsta herbergi var autt þennan klukkutímann og við mæðgurnar notuðum símann óspart. Í  seinni hálfleik flúði Tanjan bælið sitt sem hún var búin að gera sér ofan á Árnýju, eftir að hafa hrokkið illa upp nokkrum sinnum var kisu nóg boðið og flúði inn í herbergi.  Þessar upplýsingar skiluðu sér beint til mín..... Íslendingar voru að skríða yfir jafnteflið og það heyrðist vel í okkur báðum mæðgum.  Ekki spillti svo síðasta markið ..... æðislegt.

 Hér byrjaði svo vana rúnturinn í morgun úti í sundlaug, ég fór svo á göngubrettið áðan því ég fer ekki út núna í göngu,ástæðan ....... skítaveður með snjókomu.

En annars var helgin góð, saumaklúbbur á föstudagskvöldinu og svo varð Kristján Atli 14 ára á laugardaginn, svo amma náði að vera í afmæli hjá honum áður en ég fór aftur austur í "grasið".


Næsta síða »

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband