. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Til baka......

Eitt af því sem fru Halla gerði á letidögum sínum í Reykjavík nýlega, var að heimsækja þjóðminjasafnið.  Ekki var ég nú svo dugleg að eiga hugmyndina sjálf, Kristín vinkona ræsti út þær sem gátu ... til að skoða sérsýninguna ævispor, útsaumsmyndir tæplega áttræðrar konu.  Skemmst frá því að segja að þetta var mögnuð reynsla að sjá hvað konan hafði áorkað, því hún hannaði allar myndirnar sjálf eftir gömlum myndum héðan og þaðan.  Flestar báru þær trúarleg tákn, af bar fannst mér Maríumynd.  Ella Bogga var enn á Spáni svo ekki fór hún með okkur en svo sá ég að hún hafði farið fljótlega eftir að hún kom heim og ... sagðist hafa tekið Þorvaldartaktana við að skoða ... haft hendurnar aftur á baki því ekki mátti snerta myndirnar.  Ég gað ekki að mér gert að brosa því að ég hafði tekið eftir því hjá henni staddri uppi á Núpi í gönguferð að hún gerði þetta gjarnan... á sama hátt og hann, hafa hendur á baki á göngu.

Mig dreymdi hann í nótt, röltandi við kindurnar í brekkunum utan við túnið, glaðlegan á svip .... mér er enn hlýtt að innan ........


2 mars...... hvað varð af febrúar.......

Ég virðist ekki blogga nema þegar mér dettur í hug og við að lesa yfir síðasta blogg, sá ég að mér hafði ekki tekist að þurrka af... á blogginu nefnilega.  Tvær myndir voru eftir, Þorvaldur og Beta.  Þau eru sko hvorki týnd eða gleymd hjá mér.  Ég hef stundum talað um rammann minn í æsku og þar voru þau stór hluti.  Það var gott að vera barn sem ólst upp með foreldrum, systkinum, afa og ömmu, þótt stutt væri og svo þessum perlum sem þau voru okkur systkinunum í æsku, uppeldissystkinum pabba.... Þorvaldur og Elísabet sem alltaf var kölluð Beta.  Alltaf einhver sem gat haft spurningaflóðið með sér við verk dagsins hvortsem var utan eða innan dyra.  Algengara var nú að ég hefði mig út eins fljótt og hægt var, annars var hætta á að ég yrði sett í að sópa gólf, búa um rúm eða önnur innanhússverk.  Það var mun meira gaman að fara í húsin með Þorvaldi eða pabba, læra að þekkja ærnar með nöfnum, finna ný nöfn á gimbrar haustsins, stríða hrútunum með því að rétta fram ilina á skó eða stígvéli, þeir reyndu að stanga....... þetta mátti auðvitað ekki. enda stoppað um leið og heyrðist reiðilegt högg í garðabandið.  Stundum varð fóturinn á milli og þá auðvitað orgaði eigandinn ótæpilega, pabbi sagði manni þetta mátulegt. Þorvaldur reyndar líka en hann var oft fljótari til að hugga hrekkjalóminn, áður en áminningin kom.  Aldrei var ég sælli en utandyra en röltandi í kjölfari þeirra fullorðnu sama hvaða árstíð var......

Þegar ég er komin heim aftur, þá ætla ég að þurrka af myndunum af tengdaforeldrum mínum og hópnum stóra sem er í kringum þau og út af þeim kominn....... á næsta vegg.


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband