. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Hrefna frænka.

Hún fagnaði hundraðasta afmælisdeginum sínum með fjölskyldu og vinum þann 3 sept síðastliðinn.  Að vísu komin í hjólastól og heyrnin orðin léleg en ljómaði þegar ég heilsaði henni.  En nú er langri ævi lokið og frænka komin til þeirra sem farnir voru á undan, foreldra, systkina og vina.  Þessi litla og granna kona var samt ótrúlega sterk, ég man fyrst eftir henni hugsandi um foreldra sína í litlu íbúðinni niðri hjá Palla og Gestheiði, þegar þau kvöddu flutti hún upp í Skeifu til pabba og mömmu, lengi deildu þær kjallaranum þar, amma Lára og Hrefna.  Oft kom hún upp og þá settist hún alltaf í sama stólinn inni í stofu og þá var það hún sem fékk fyrsta knús þegar fólk kom inn.  Og gleðin sem  hún sýndi með brosi ef ég gaf mér tíma til að koma líka niður og skoða hvað hún var að gera í höndunum.  Börn hændust að henni eins og flugur að ljósi og ófá sporin átti hún við að passa þau mörg.  En nú er komið að kveðjustund, hún verður borin til moldar í dag og kvödd af okkur öllum sem sem elskuðum hana og söknum núna.

Friður guðs þér fylgi og blessi elsku Hrefna.


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband