. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Vandræði og kvef......

Þverúð annarra og skilningsleysi hefur oft reitt mig til reiði.  Í annað sinn á nokkrum árum lendir mér saman við þjónustuaðila Símans.  Núna er búð að loka tölvupóstinum mínum, netfang mitt hafði lent á milli stafs og veggjar þegar breytt var símanúmeri við flutning. Samt hafði ég sloppið við lokun meðan íbúar Efrimýra voru í þjónustu hjá Símanum, nú höfðu þau flutt sig um set og þá var skellt á mig.  Þetta átti að laga í gær en nei, rétthafi símanúmersins 4524245 er hjásvæfill minn elskulegur til meir en fjörutíu ára.  Ég er reyndar líka skráð fyrir símanum en í neðri línunni.  Þar af leiðir, sagði engilblíð rödd í gær, þú verður að fá leyfi hjá rétthafanum.  Sem betur fer var það Annan mín sem hringdi fyrir mig í gær, sökum kvefsins sem er að angra mig, í lok símtals sagði hún takk fyrir hjálpina.  Það hefði ég ekki gert hefði ég verið viðræðuhæf.  Hef semsagt alið hana vel upp hvað kurteisi snertir og hún er þolinmóðari en ég.

Einhventíman þegar búið var að troða á mig gsm síma sem einhver var hættur að nota og reynt var að venja mig á að nota þennan friðarspilli, ætlaði ég að kaupa mér nýja síma.  Stödd í Reykjavík fór ég í verslun eina kennda við Símann og hugðist kaupa eintak og láta rukka verð hans með næsta símareikningi sem var ein leið til að borga þetta á þeim tíma.  Indælið sem afgreiddi fletti upp í tölvunni sinni og spurði svo... ertu með leyfi?  Þar sem ég skildi ekki spurninguna spurði ég á móti ... leyfi til hvers?  Að kaupa síma og láta skrifa hann á þetta númer var svarið. Það var farið að örla á óþolinmæði hjá mér og skilningurinn  var mættur..... ég er skráð fyrir þessu númeri svaraði ég frekar grimmdarlega og ef ég þarf að gefa sjálfri mér leyfi skriflega til að gera þetta, þá er eitthvað skrýtið á ferðinni.  Indælið fletti aftur og meira ... já en Gísli Grímsson er skráður fyrst fyrir símanum og svo þú.  Eftir að hafa sagt indælinu hvaða skoðun ég hefði á þessum reglum, skellti ég símanum niður á borðið, fast nokkuð og sagði hann best geymdan þar sem sólin ekki skini og páfinn færi ekki á skauta ...... símann sko, ekki strákfíflið.  Verklag hafði semsé ekkert breyst þarna síðan fyrir svosem tíu árum síðan.

Árný mín var með mér og var löngu flúin fram úr búðinni og gamla símann notaði ég bara lengur.


Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband