. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Ég hata flugur.........

Það er alveg hreinasatt, ég þoli ekki þessi risavöxnu kolsvörtu háværu kvikindi sem fara hér í loftköstum um íbúðina.  Í morgun þegar undirrituð vaknaði, ein í fletinu, var eitt eintak úr þessum árásarher í brjáluðu stuði á rúðunni, ég reif upp gardínur og opnaði vel og... út með þig. Skellti svo aftur og tók þá fyrst eftir að ég var nánast á evuklæðunum.  Haukur nágranni hefur vonandi annað hvort verið í fastasvefni eða kominn í vinnuna.  Nú ég hypjaði mig í föt, nema vinstrifótarsokkinn og fram í eldhús, þar sat Gísli með morgunblaðið og eitthvað morgunfóður sem ég tók ekki eftir hvað var .....viti menn, eitt hávært og urrandi flykki á eldhúsglugganum.  Örstuttu seinna tautaði Gísli, kominn með dauða fluguna í lófann, hún angrar þig ekki meira þessi, stóð upp og losaði sig við líkið, kystti mig góðan dag og klæddi mig í sokkinn. Nú, ég náði mér í morgunfóður og las blaðið gaf mér tíma til að kveðja kallinn þegar hann fór í vinnuna, lauk við að lesa blöðin og svo hingað fram í tölvuna.  Varla sest á rassinn .... nú var það sýnu verstur hávaðinn.  Þetta hlýtur að vera amman, hugsaði ég meðan ég elti ófétið með handklæði að vopni, þangað til ég náði henni.  Nú er ég alveg harðákveðin í að ef ég þarf að pissa, ætla ég niður á klósett, þar er ekki gluggi og vonandi ekki fluga.... og inn í stofu fer ég ekki heldur strax, þar eru örugglega einhverjir ættingjar þessara sem búið er að ná.

Morgun kveðjur ... flugnahatarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

Þú átt ekki að láta þessi kvikyndi fara svona í pirrurnar á þér, þú veist að þær lifa styttra en þú

Árný Sesselja, 7.9.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég hata líka flugur og þó sér í lagi þessar stóru sem hafa hátt og svo auðvitað helv..... geitungana !

Anna Gísladóttir, 7.9.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Hvaða hvaða ólæti eru þetta kona. Þessar hvimleiðu flugur eru víst nauðsynlegur hluti af lífskeðjunni og hafa einhvern æðri tilgang.

En ég get samt vel skilið þig.

Takk fyrir að fullnægja forvitninni minni, mér líður mjög svo miklu betur að vita að fólk viji enn þekkja þig þrátt fyrir að vera "fortíð" því ég er þeirrar skoðunar að þannig eigi það að vera.

Fjóla Æ., 7.9.2007 kl. 14:51

4 Smámynd: Gerða Kristjáns

Auðvitað lifa þær styttra, þær eru eltar uppi og drepnar með handklæðum !

Gerða Kristjáns, 7.9.2007 kl. 16:20

5 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Bara að elta þessa andskota uppi með ryksugunni! 

Annars er þetta fínt viðhorf hjá Fjólu...

Rannveig Lena Gísladóttir, 7.9.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband