. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Kvöldpistill .........

Það er ekki margt sem tekur fram grjónagraut með nýsoðnu slátri sem meðlæti og rjóma útá, namminamm, Árný hafði ágæta lyst, Gerða aftur á móti enga. Tiltekt dagsins endaði snögglega um kaffileytið þegar við Svanhildur heyrðum að það lak vatn einhverstaðar rétt hjá okkur og mikið rétt það lak niður úr loftinu í endanum á skúrnum.  Beint niður í hillurnar og nokkur glös, í einni bjórkönnunni var vænn botnhylur.  Mér var allri lokið, vissi reyndar að glugginn gæti verið varasamur en þetta datt mér ekki í hug.  Það var bara í gær sem ég tók þarna úr endanum helling af blaðamöppum og setti annarstaðar. Þau skemmdust allavega ekki, spurning hvað hillurnar þola.

Ég var að rölta hérna ein í dag og allt í einu rann upp fyrir mér hvað margt af því sem er hér innan veggja minnir á fyrri tíma, kommóðan hennar tengdamömmu, sófasettið þeirra og klukkan, myndirnar af afa mínum og ömmu sem bjuggu langa ævi á Núpi, Beta, Þorvaldur, Unnur .... allt í einu fann ég allt það góða sem tengdist þessu fólki og umvefur mig alla daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband