. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Á morgun.........

er páskadagur hinn fyrri.  Væri ég horfin aftur til æskuára yrði ég að þegja meðan messa stæði yfir.  Ætti svosem ekkert erfitt með það, en ...... nú er bara enginn til að áminna mig um þetta, og sennilega löngu dottið úr tísku að þegja á messutíma, ja nema mann sé staddur í kirkju.  Ég minnist þess nefnilega sem barn að á gömlu gufunni var messað á hverjum sunnudagsmorgni sem upp rann og hverskyns ærsl eða kjaftagangur var bannað á meðan.  Að ég nú ekki tali um daglegar ýfingar okkar systkinana út af hinum ýmsustu hlutum.

Hér er búið að klippa alla fjölskyldumeðlimi .... nema nöfnu mína, bakstri lokið og innkaupum ....... Anna og Óli fundu meir að segja forstofuna áðan.  Mér er reyndar oft óskiljanlegt hvað rúmast af skóm og fötum í/á þessu frímerki sem hún er ( forstofan sko).  Hef gamla og bitra reynslu af hve mikið pláss mörg börn þurfa fyrir útiföt og skó ..... og hvernig þau ganga um téða hluti, hamingjan góða.....

Er að hugsa um að snáfa í bólið, þegar ég er búin að bjóða kallinum góða nótt, þvert yfir landið, mér tókst nefnilega að sofna í gærkvöldi áður en þetta komst í verk hjá mér ... hann kvartaði í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Gleðilega páska

Gerða Kristjáns, 23.3.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband