. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Komin heim ......

Ég sé á kommenti við síðustu færslu að nú þarf að skýra ýmislegt.  Elsku stóra systa, Gíslinn okkar á einskis að gjalda, hann vildi búa með þessari skrýtnu konu ( mér), hefur haft nokkur tækifæri til að losa sig en ekkert þeirra viljað þiggja.  Hann einfaldlega gerði sinni konu kleift að grípa þetta tækifæri og til þess að vera nokk viss um að hún kæmi heil og óskemmd heim fór elsta dóttirin með.

Þú hafði rétt fyrir þér, Anna Lilja, það var handavinnan sem dró mig út. Í byrjun mars sá ég að einn af mínum uppáhaldshönnuðum í útsaumi yrði á sýningunni í Olympia Hall í endaðan mars.  Þessi kona býr í Bandaríkjunum og síðan ég fór að fylgjast með henni fyrir tíu árum eða svo, hefur hún ekki verið sýnileg þarna, bara bækurnar hennar.  Nú ætlaði hún að vera þarna í tvo daga.  Þetta var stærri freisting en ég stóðst og þó reyndi ég.  Oft ef mig langar heil býsn í eitthvað í handavinnunni, nú eða þess utan...... leggja frá sér hugsunina um hlutinn og ef hún er óskýr eða minni eftir einhverja daga, þá er sleppt, ég hef ekki þörf fyrir hlutinn.  En núna versnaði þetta bara við geymsluna... og ég fór.

Og sé ekki eitt andartak eftir því, það var svo gaman að hitta hana Joan.  Ég sýndi henni mynd sem ég er að gera handa Fjólu og Mumma í minningu Hugins litla og það var ekki laust við að hún táraðist við að hlusta á hvers vegna ég væri að gera þessa mynd sem er upphaflega hugsuð hjá henni sem ...susss, hann sefur, yfir í að hann sefur svefninum langa.  Myndina kvaddi hún með því að signa hana.  Ég var svo heppin að vera snemma á föstudagsmorgninum á sýningunni þannig að ég var lengi í vinnustofunni með henni, rennirí í kringum okkur við að skoða það sem hún var að sýna af fullgerðum verkum, en annars ekki mikið truflaðar.  Og þótt hún stæði upp til að sinna öðrum, þá settist hún aftur og við héldum áfram að spjalla og skoða.  Svo áritaði hún fyrir mig nokkrar bækur sem ég kom með heim. 

Elsku Gísli..... takk fyrir að skilja þína skrýtnu konu og gera henni þetta mögulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heil heim Halla mín, og reikna ég með að þú eigir eftir að búa lengi, lengiiiii..........  að því að hafa hitt Joan Elliot :)  Það verður gaman að skoða nýju munstrin hennar hjá þér, eru kannski einhverjar nýjar af 7-böngsunum hennar, sem ég er ekki búin að sauma ? kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband