. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Messa Þorláks hins helga.......

Messa þessi er langt gengin , klukkan er farin að halla í fimm.  Skatan var etin í síðasta sinn á Árbakkanum hjá þeim Erlu og Mumma, nú eru þau hætt að reka kaffihús/veitingastað í þessu fallega bláa húsi. Síðan snemma morguns hefur rás eitt hljómað hér um íbúðina, ég verið að ljúka síðustu jólapökkunum, þrífa svolítið og svo er ég að undirbúa kvöldmat.  Það er von gesta í kvöldverð og ég ætla að koma þeim á óvart ... ærlega.  Ég held að það hafi verið í fyrra sem ég rifjaði upp sitthvað um jólahald á Núpi þegar ég var barn, nú ætla ég að elda kótelettur að hætti mömmu, nammisalat og brúnaðar kartöflur ..... og heimagerður ís í eftirrétt.  Frá þessu borði fer örugglega enginn svangur.

Það er einhver deyfð yfir mér þessa daga, eins og eitthvað sé framundan sem mér er ekki að skapi .... verst ef að börnin mín yngstu ætla að erfa þennan galla mömmu sinnar........ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ösp

Nei ekki kom hann svangur yfir heiðina kallinn... hann bruddi brjóstsviðatöflur og stundi langt fram á nótt. :)    Ég er bara hiss hvað hann gat étið af kalkúninum í gærkvöldi miðað við sedduna kvöldinu áður :)  Vona að þið hafið það dásamlegt um jólin.  Jólaknús á ykkur.

Guðrún Ösp, 25.12.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband