. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Yndislegir dagar........

Að baki og framundan, bíllinn kominn í lag og búið að setja á hann sólarsellu til að sjá manni fyrir rafmagni til ljósa.  Við erum uppi á Núpi næstum alla daga að lokinni vinnu hjá Gísla, tínum upp timbur og glerbrot í kringum gamla bæinn minn og lögum til á blettinum okkar góða. Svo er framundan afmælis boð í Borgarfirðinum og að því loknu ætlum við að leggja upp í hringferð um landið. Þetta höfum við ekki gert áður og hlökkum mikið til.

Sonurinn hringdi í gær ... mamma má ég fá íbúðina lánaða um Húnavökuhelgina? Okkur samdist að vísu með því skilyrði að ef þvottavélin mín er ónýt þegar ég kem heim ... þá kaupir hann nýja. Í fyrra var nefnilega þvottavélin ónýt og frystiskápurinn í flækjukasti þegar hann hafði verið hér með hópinn sinn.  Þau ætla að vera hérna með öll börnin .. og eitthvað af gestum.

Blogg andinn er eitthvað lítill núna .... er farin út í sólina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, njóta lífsins

nota hverja stund....

Þetta er fyrripartur, botnaðu nú.

en ósköp er nú gaman að börnin geta og vilja koma heim.

Sigrún (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:15

2 Smámynd: .

Næmni niðurskurðahnífsins

nær ekki á minn fund.

Jú það er mikils virði að eiga þennan stóra hóp .... og ná til þeirra allra.

., 10.7.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband