. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Forréttindi á æskuárum .....

Ég var að lesa bloggið hans Ómars Ragnarssonar ( ekki læknis ) þar spjallar hann um þau forréttindi sín í bernsku að hafa verið sendur í sveit og hafa upplifað Laxárdalinn að hausti til í smalamennsku.  Fyrir nokkrum árum síðan var ég fram á Kirkjuskarði  laugardaginn um seinni göngur.  Veður var gott, svo gott að það var óþarfi hreinn að vera í utanyfirflík.  Eitthvað seinkaði smalamönnum framanað og mér hugkvæmdist að rölta upp á mel sunnan lækjar og vita hvort ég sæi til smalanna.  Þegar ofar dró sá ég að þarna var einhver staddur með stóra myndavél að vopni.  Sá reyndist vera sænskur blaðamaður sem ég gaf mig á tal við.  Gat skýrt út fyrir honum að þarna væru æskuslóðir mínar, benti honum á hvar ég hafði átt heima og hvað ég hefði verið að gera fram í Kirkjuskarð svona tvisvar til þrisvar í viku.  Miðað við hans uppvaxtarslóðir í blokkaríbúð sem hvergi sást út úr nema í steinvegg eða malbikað port, þá naut ég forréttinda í bernsku og það sagði hann mér.  Þegar reksturinn var svo kominn út hjá Núpi var hann þar kominn ... að mynda gamla bæinn minn .... vel kátur.

Gísli fór suður í morgun og kemur aftur í kvöld ... með Sigtrygg Einar með sér.  Hann fær að vera einn hér hjá ömmu og afa fram á helgi, skreppa til Kötu og Jonna ... og fara svo í réttir um helgina.  Þá verða mamma hans og Óli komin norður með hin systkinin til að taka þátt í réttarfjörinu.  Þau fá gistingu hér heima, afi og amma verða fram á Núpi með Smárann sinn í húsbílnum um helgina.  Hann vill vera með afa og ömmu í þessum réttum ... ekki misst úr nema eitt skipti síðan hann flutti norður smásnáði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man hvað mér þótti athyglivert þegar gestkomandi á mínu æskuheimili dáðust að víðsýninu sem þeim var boðið upp á af hlaðinu, fram að því hafði mér þótt víðsýnið sjálfsagt og ekkert óeðlilegt að geta sé suður á Holtavörðuheiði eða Drangajökul, stundum þurfum við aðra til að benda okkur á hvað við höfum það í raun gott og höfum alist upp við mikið frelsi og víðáttu en ekki bara steinsteypu og malbik.

kveðja Anna 

p.s. bið að heilsa Maju og Guðjóni þegar þú kíkir á þau næst

Anna Lilja (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband