. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Jólanótt......

Við undirleik roks og snjógangs heilsar jólanóttin okkur hér á Húnabraut 11.  Rafmagn fór af meðan stóð yfir upptekt á jólapökkum sem urðu til þess að það leið yfir jólatréð einu sinni enn .....og  að minnsta kosti tvisvar í morgun.  En það er vasaljós á vísum stað og svo voru það blessuð kertin.  Búin að heyra í þeim barnanna sem ekki voru á staðnum og rétt í þessu var Annan að tilkynna sig í vinnuna, við heyrum oft í henni á leiðinni þangað.  Veður sér til þess að héðan var ekki farið í miðnæturmessu í Hólaneskirkju og þaðan upp í Skeifu til mömmu og pabba .... mér er því hugsað mikið til mömmunnar minnar sem fékk að vera heima í kvöld og í nótt, guð gefi henni væra nótt í eigin rúmi.

Við erum líka búin að heyra í mömmu og pabba fyrir vestan, þar er vont veður og snjókoma, en þau hafa það gott og voru sátt við sitt ... guð gefi þeim líka góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu jólakveðjur og hlýir straumar til ykkar þarna fyrir norðan !!!!!

Hafið það dásamlegt !

Sif (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 22:12

2 identicon

Gleðileg jól Halla mín, mikið fannst mér fallegur draumurinn þinn sem þú skrifaðir um daginn, það kæmi mér ekki á óvart að þeir hafi tekið á móti föður sínum og æskuvini, þessir tveir, með nýjárnaðan gæðing, tilbúinn fyrir skeifnasprettinn fram dalinn okkar fagra.

Anna Magga (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband