. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Skítkaldur.........

Mánudagur, það er meira að segja ískalt hér inni á herbergi, hvað þá úti.  Okkur Önnu tókst nú samt að vera á flandri framan af degi, en nú er ég komin "heim".  Finnst samt hálfhallærislegt að þurfa  að vera í úlpu innandyra til að halda á mér hita.

Anna var mér til aðstoðar við verslunarleiðangur í morgun,  mig vantaði orðið sitt af hverju til að geta notað saumavélina mína, sossum eins og nálar, tvinna, teygju, rennilása....... nú þarf maður að versla þessar nauðsynjar og reyndar fleiri..... utan Blönduóss.   Fáeinar nauðsynjar fann ég í Rúmfatalagernum, já og Ikea, en þá var farið að bera á orkuskorti á okkur ... laga það.... og síðan vorum við farnar í kaffi  til hennar Gunnu okkar.   Nú er ég hinsvegar að íhuga hvort að sé ekki yl að hafa undir sænginni minni...... þangað til Gísli skilar sér af fundi, þá verð ég að drattast á fætur, finna bingogallann minn.... og hans og svo er það matarboð Landsbankans, eins gott að það sé eitthvað mega gott að borða,annars sé ég eftir því að hafa farið aftur á fætur......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Vissiru að það eru bara 8 dagar í LONDON?

Ég hef sem sagt 8 daga til að hrista úr mér þessa skítandskotans pest sem tók sér bólfestu í mér í gær...

Góða skemmtun á Landsbankadjammi

Rannveig Lena Gísladóttir, 3.3.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég á hérna eina súrefnisvél sem er ekki í notkun þessa vikuna. Viltu fá hana lánaða til að kynda kofann?

Góða skemmtun á "Bingóinu" í boði Landsbankans.

Fjóla Æ., 3.3.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband