. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

?????????

Ég er svo kvíðin, hrædd og reið í bland að ég finn ekki fyrisögn á þessar hugrenningar mínar sem rata hér niður þennan morguninn.  Fréttir síðustu helgar voru nógu slæmar til að halda manni á tauginni, hvað gerðist nú. og viti menn...... það gerist ekkert.  Landsfaðirinn Geir H. Haarde segir að það sé nóg að bankarnir færi eitthvað af viðskiptum sínum heim og viðskiptamenn Glitnis geti verið fullvissir um að tapa ekki neinu.

Halló, hvar hefur þessi ágæti maður haldið sig undanfarið?  Hvað með þá sem eru að sligast undan lánunum sínum, einstæðingana og öryrkjana sem varla hafa tórt á því sem þeir hafa handa á milli... og allt hækkar, matur, húsaleiga, bensín....

Hvað með alla þá tugi, hundruð manna sem hafa misst vinnu undanfarnar vikur og sjá ekki á sú staða breytist í bráð, á þetta fólk er ekki minnst.  Við heyrum hagfræðingana tala um að nú verði fólk að spara og selja eignir, en hver á að kaupa, hvergi hægt að fá lán nema á okurvöxtum......

Ég er kvíðin vegna unganna minna, þau eru öll með eitthvað lán á herðunum, sum eru nýbúin að kaupa sér þak yfir höfuðið, önnur eru með bílalán og öll eru þau með fjölskyldu sem sjá þarf fyrir, ja nema Árný.  Held nú samt að hennar áhyggjur séu ekki minni en annarra, vegna þeirra sem hún er tengd fjölskylduböndum og vina.

Blogga seinna í dag um gleðiefni helgarinnar, núna ætla ég í restina af morgunverkunum og vita hvort mér léttir ekki í skapi við það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband