. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Ég er orðlaus.......

Eða svona næstum því, frekar ólíkt mér að vera svo illa stödd að geta ekki tjáð mig..... þetta er að koma.

En ég hef ekki haft orku til að tjá mig undanfarna daga hér inni, enda hefur hellst yfir mann kvíði um leið og maður opnar augun að morgni.... hver fjandinn gerðist í nótt? Nú .... það er enginn banki eftir til að setja á hausinn, jú annars, seðlabankinn, en ..... þar ræður Davíð og engum dettur í hug að hrófla við honum enda sagði "alfaðir" Geir H. í gær að hann bæri fullt traust til Davíðs..... engan skyldi undra, eða hvað?

Ekki var þó svo gott að morguninn væri tíðindalaus, tölvupósturinn frá Jóhönnu Eyjólfs tjáði Gísla að Fylkir Ágústsson hefði látist í gær.  Gamall og góður vinur sem við kynntumst í JC hreyfingunni og hefur nú síðustu árin rekið bókhaldsstofu eins og Gísli og við áttum von á að hitta hann á námskeiði eftir slétta viku.  Nú verður sætið hans autt og röddin þögnuð, friður fylgi þér, gamli vinur.

Við erum að leggja af stað vestur til pabba og mömmu núna seinnipartinn þegar Gísli er búinn að vinna, stoppa þar um helgina og svo er það næst í stöðunni að koma sér suður í " grasið " á mánudeginum, er búin svona nánast að pakka niður, það sem gleymist sendir Árný mér með pabba sínum þegar hann kemur suður á námskeiðið. Allavega tölvuna mína sem er núna að notast í Háskólanum á Akureyri, Lena er í skólanum núna í tvo daga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð, litla systir, reyndu nú bara að hugsa um ÞIG næstu vikurnar, það er hvort eð er ekkert sem við getum gert í þjóðmálunum.

Settu súrefniskútinn á þig fyrst og bjargaðu svo barninu

Faðmaðu, knúsaðu og sýndu skilyrðislausa hlýju.

Það getum við !!!   knús, stóra systir.

Sigrún (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Halla mín, þú segir mér fréttir.  'EG hafði ekki hugmynd um að Fylkir væri fallinn frá.  Hann sá um okkar bókhald alveg þangað til hann flutti til Hveragerðis.  Vissi að hann átti við skaðræði að etja í hálsinum.  Blessuð sé minning hans. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Knús í bæinn og njóttu þín sem best í grasinu.

Fjóla Æ., 17.10.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband