. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Liðin helgin......

Og Annan mín er orðin 35 ára ....... til hamingju með daginn, Anna mín.  Ég eyddi helginni með kalli  mínum og tveim barnabörnum í sumarbústað hérna í Ölfusborgum og fannst það notalegt ef frá er talinn mikill hávaði og söngur úr næsta húsi seinni nóttina.  Höllu Kötu fannst þetta líka fúlt og vaknaði svo illa að á endanum færði afinn sig í hennar koju og sú stutta fyrir ofan ömmu sína.  Þegar ég var svo skilin eftir hér í gær, mótmælti hún hástöfum og heimtaði að amma kæmi með, afinn sagði að mótmælin hefðu verið í háværasta lagi og staðið langleiðina upp Kambana.

Nú er farið að síga á seinnipartinn af dvölinni hér, var að færa mig um herbergi í dag og er bara sátt með.  Sáttust þó að hafa heyrt í stóru sys í gærkvöldi og Gísla og rætt við þau sitthvað sem ég ætlaði að læsa hér inni ........ takk bæði tvö.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Takk mamma mín  fyrir allt saman
Halla litla er enn að minnast á að afi hafi skilið þig eftir

Anna Gísladóttir, 10.11.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Ragnheiður

Litla skottið..maður skilur ekki ömmu sína eftir í óbyggðum A L E I N A

Það sér hver heilvita maður...

yndislegt að lesa

knús á þig mín kæra vinkona

Ragnheiður , 10.11.2008 kl. 20:08

3 identicon

þekki svona grát.. dóttir mín var einu sinni voða reið við afa sinn að hafa skilið ömmu  eftir í reykjavík eitt sinn. en það er fyrirgefið núna

Þrúða (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband