. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Vondur dagur á eftir enn verri nótt......

Ég svaf bæði illa og lítið fyrir þessum andstyggðar veðurofsa sem entist fram eftir nóttu, var komin snemma á fætur og á morgunáætlun var að gefa möppudýrunum mínum eitthvað gott að eta, það er jú föstudagur.  Og bóndadagur í þokkabót. Ekki gat ég nú samt haft þorramatinn í hádeginu, hann var á kvöldmataráætlun.  Fyrri ferðin í búðina var fyrir skrifstofuna og lukkaðist sæmilega. Svo var það sú seinni, farin um miðjan dag í fygld þeirra Elísu og Antons.  Þau höfðu ömmu sína að sjálfsögðu til að kaupa snúð og kakó, hvorutveggja var í hillu rétt við inngang.  Svo fór amman að leita að því sem vantaði í þorramat kvöldsins, sossum eins og svið, harðfiskur, hákarl.  Sviðin fann ég ekki fyrr en ég hafði sótt mér aðstoð, ja nema þá að væri búið að breyta þeim í sviðasultu og margfalda á þeim verðið.  Útyfir allan þjófabálk tók þó þegar kom að harðfiskinum. Pokasnepill sem innihélt frekar óaðlaðandi mulinn harðfisk reyndist kosta 2990 krónur.  Ég fleygði honum aftur í hilluna eins og ég hefði brennt mig á pokanum.  Náði í minnsta skammt sem ég fann af hákarli og ákvað þar með að þorramatarinnkaupum mínum þetta árið væri lokið.  Súrmat hafði ég haft rænu á að útbúa mér í haust og þrátt fyrir að eta nokkuð reglulega af því nammi það sem af er vetri, þá hef ég bara sett aftur í tunnuna.

Okkur varð bara vel af því sem fram var reitt í kvöldmat, þrátt fyrir að harðfiskinn vantaði.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Mamma mín, við förum bara út á örkina og finnum okkur girnilegan harðfisk þegar þú kemur til mín í borgina næst

Anna Gísladóttir, 23.1.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Bónda mínum var nú bara boðið uppá pylsur í kvöldmatinn.... val barnnanna en ekki mitt val reyndar.  En ég ætla að gefa honum saltkjöt og tilheyrandi gúmmulaði í kvöld í staðinn

Rannveig Lena Gísladóttir, 24.1.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband