. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Enn ein vikan....

Er að kveðja mig og enn er rysjótt veður, þoka á fjöllum og skítakuldi.  Gísli er uppi á Efrimýrum að leysa af, svona sem varaskeifa, Þröstur vinnumaður er enn að læra á pökkun, verðmerkingu og þann frágang, klárar sig orðið vel af húsinu. Ég er ein að rolast hérna heima, Árný fór suður með Völu á fimmtudaginn, Villi að vinna, Lena og fjölskylda fyrir sunnan í leikhúsferð. Tommi er þó heima þar og afinn var beðinn um að sjá til þess að kisi hefði nú nóg fóður og það væri ágætt að klappa honum líka.  Antoni þykir afarvænt um kisu sína.

Þvottavélin mín tók upp á þeim óskunda að leka .... mikið og meðan ég reyndi að stöðva flóðið hringdi Kristján bróðir.  Sú mátti bíða á meðan við spjölluðum, það er ekki svo oft sem mann heyrir í honum svona í síma .... og það er eins og hann sé staddur í næsta húsi.  Mér þykir verst núna að ég gleymdi að spyrja hann hvort stæði til að koma í stóðréttina, ég er ekki búin að gleyma því enn þegar  hann birtist óvænt með hest í taumi úr göngum fram á Kirkjuskarði... ég hélt að ég sæi ofsjónir.

Það styttist nefnilega í réttir þetta haustið, já og svo er ljósanótt eftir viku og aumingja Jökull + Oddný mega þola systur hans allar, afleggjara þeirra og eiginmenn, plús okkur gömlu hjónin í garðinum hjá sér heila helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já....  Stóðréttir ? hvenær verða þær, er komin dagsetning?

kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: .

Helgina 19 - 20 sept eru stóðréttirnar......

., 31.8.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband