. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Á morgun segir sá lati....

Ætlaði að blogga í gær en hafði bara ekki tíma.  Var að ljúka sláturgerð haustsins, þurfti að elda hádegismat ofan í svanga smiði uppi á Efrimýrum, húsráðendur eru enn í fríi ... og pásur sem gáfust eftir hádegið, meðan sláturverk voru framin, voru nýttar til hvíldar og kaffidrykkju.  Nú er bara eftir að verða sér úti um folaldakjöt í frystirinn, já og fisk, sonurinn hættur á sjó, fiskiviðhaldið mitt fluttur, Fannar "tengdasonur" eitthvað á milli vita í sjósókninni ..... fisklaus get ég ekki verið.  Fékk hugmynd.... inn á facebook og sendi forvitnisspurningu, hver veit nema ég finni fisk.

Úti er orðið kalt og hvítt í fjöllum, farið að örla á hálku og ófærð svona sumstaðar, enda styttist í fyrsta vetrardag... já og þrítugsafmælið hjá syninum.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið að við sem ekki erum inn á Facebook fáum einhverjar fréttir af þér og þínum :)  Hafðu það gott í "snjónum"   kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband