. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Næturfjör.......

Ég er enn hlæjandi eftir að hafa hlustað á frásagnir um ófarir búnaðarþingsfulltrúa í nótt.  Við fórum hjónakornin í gærkvöldi í kvöldverð í Valhöll í boði Sjálfstæðisflokksins í félagsskap Jóhönnu á Akri.  Þarna var hinn skemmtilegasti félagsskapur, góður matur og drykkur og mikið spjall.  Enduðum svo hér á hótelinu með Jóhönnu yfir smásopa af koníaki hér uppi á herbergi og síðan bauð hún góða nótt og fór.  Mér tókst að horfa á endursýninguna af Forbrydelsen áður en ég sofnaði.  Upp hrukkum við svo bæði  af værum svefni rétt fyrir þrjú...... við brunaboða.  Verð nú samt að viðurkenna að ég áttaði mig ekki strax á hvaða óhjóð þetta væru.  Gísli var búinn að missa þolinmæðina og var á leiðinni á fætur þegar hljóðin hættu, ég hinsvegar sneri mér á hina og sagðist vera farin að sofa aftur, þetta hefði ekki verið neitt merkilegt.  Heyrði nú samt umgang og raddir fram á gangi, en afgreiddi það með þeim ummælum að ég þægi að sofa lengur.  Í morgunmatnum kom hinsvegar í ljós að hluti búnaðarþingsfulltrúa hafði fengið sér meira en einn koníakssopa fyrir svefninn, æft söng ósleitilega fyrst niðri á Mímisbar og síðan uppi á gangi og endað á því að brjóta brunaboða, reyndar af slysni.  Við fengum af þessu allgóða lýsingu hjá einum fulltrúanum sem hafði ekki tekið þátt í gleðskapnum og var satt að segja pirruð ærlega yfir að hafa ekki fengið svefnfrið.  Það væri gaman að vera fluga á vegg þegar þingfundi verður framhaldið  eftir hádegið.  Þar gat þessi ágæta kona hugsað sér að leggja fram tillögu um að þessir söngfuglar fengju gistingu á Vogi meðan næsta búnaðarþing stæði.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband