. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Enn......

Er ég stödd í borg syndanna, en er á heimleið á eftir.  Búin að eiga góða daga með börnum og barnabörnum síðan á fimmtudag, Gísli fór hinsvegar heim í gærmorgun... áður en fuglarnir vöknuðu, hvað þá ég.  Mest verið hjá Bakkastaðafjölskyldunni en í gær fórum við öll í Keflavíkina til Oddnýjar og Jökuls, mikið fjör og gaman.  Halla Katrín og Birnir orðin svo dugleg að þau fara ein um stigana á milli hæða en samt svona helst undir eftirliti, minnsta kosti er Birnir minn svolítill glanni ennþá. Anna saup hveljur, sitjandi við eldhúsborðið þegar hann kom hlaupandi að stiganum niður.... og bremsaði eiginlega í efsta þrepinu til að velta ekki niður. Úps ...  hann náði þessu og studdi sig niður , þykist of stór til að bakka þegar hann sér að frænka hans gerir það ekki.

Þykir slæmt að ná ekki að koma í Fellahvarfið núna, en Ellan mín kær, næst ertu efst á heimsóknarlistanum, þetta er ekki við hæfi að vanrækja elstu vinkonu sína svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já já Halla mín ég bíð bara :)    (minn tími mun koma) he he.........  kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband