23.1.2012 | 12:09
Gleðilegt nýtt ár......
Þótt seint sé, þá skal þetta vera yfirskriftin hjá mér núna. Ekki gafst tími til að blogga áður en ég fór af stað áleiðis til Tenerife þann annan janúar síðastliðinn. Ekkert gaman að blogga þar á tölvu sem ekki er með íslenska stafi og síðan ég kom heim, hefur hvorki verið friður né tími.
Tenerife dvölin varð góð.... þegar við vorum komin þangað en það tók rúma þrettán klukkutíma frá því við komum í flugstöð hér og þangað til komið var á hótel úti. Ein "máltíð" í byrjun flugs og síðan var ekki einu sinni hægt að fá vatn, hvað þá eitthvað annað. Ástæðan, það var ekki hægt að gefa til baka og ekki posi. Seinkun hér heima, millilending í Palma.... seinkun þar í hálfan annan klukkutíma, það var farið að síga illilega í hjásvæfil minn. Og klukkan langt gengin í eitt um nóttina við komu á hótel var auðvitað allstaðar lokað og allir svangir og þyrstir. Þessvegna gladdi það mann mikið að sjá á borði í íbúðinni.... þegar hún fannst loksins... ávexti og léttvínsflösku. Og það voru þreytt hjón sem lögðu sig til svefns á herbergi 3049 á Parque Santiago III ....... í góðu rúmi og með frábæra kodda.
Við tóku hlýir og yndislegir dagar og letilíf hjá mér en gönguferðir um allan bæ hjá Gísla, ýmist einn eða með Mumma og Sigrúnu. Já og það kom fyrir að ég fór líka. Oftar þó líklega einn, hann er í mun betra gönguformi og líklega óráð að labba 17 km í einu ...með slæma astma ( Mummi). Gísli hinsvegar fann ekkert fyrir þessu. Fórum í skoðunarferð, sem við fórum reyndar líka í fyrra en það var svo fallegt í Mascadalnum að ég væri til í eina ferð enn...... magnað.
10 jan fórum við út að borða og minntumst tengdapabba sem hefði orðið hundrað ára þann dag, hefði honum enst ævin lengur. En níutíu og fimm ár er löng ævi og meðan við borðuðum og drukkum eðalvín með rifjuðum við upp ótal minningar og skáluðum fyrir honum. Þennan dag varð Magnea hans Jökuls 13 ára, meira hvað börnin eldast hratt. Og í dag er Aron Leó 10 ára.
Það var því ekki laust við að um mig færi hrollur þegar leið að heimferð, heima snjóaði... og snjóaði meira, fór svo að rigna og spáði andstyggilega fyrir deginum sem við ætluðum að keyra norður. Vorum búin að frétta að nýji bíllin okkar væri kominn til landsins en ekki næðist að afgreiða hann svo við gætum farið norður á honum. Þetta leystist þannig að Jökull og Oddný komu á honum norður núna á föstudaginn og fóru í gær á Nissan og skiluðu honum til kaupanda í morgun.
Það var því fjör hér og gleði um helgina, Elísa og Anton tolla hvergi nema hér, sé frændfólk í heimsókn og þau fengu að gista á laugardagskvöldið meðan allt fullorðna fólkið fór á Vökuþorrablót. Ég fór að vísu heim eftir mat og skemmtiatriði og hér var allt í sátt og samlyndi og Birnir litli sofnaður. Það var notaleg stund með þeim stóru þegar ég var háttuð, þá kom Magnea og var að segja mér að besti vinur hennar hafði misst ömmu sína fyrr um kvöldið. Nokkru seinna voru þau komin næstum öll í kringum mig í rúmið og voru að rifja upp minningar sem þau áttu um missi og sorg. Knúsuðu svo ömmu og afa góða nótt og fóru að sofa .... yndislegust.
Í gær tíndist svo fólk heim, Smári og Anton horfðu á handboltann með ömmu, síðan fór Smárinn og Anton ekki fyrr en undir kvöldmat.
Nú mallar á eldavél kjöt í kjötsúpu sem skal etin í kvöld .... og afgangur frystur, það er útilokað að við getur etið fullan pott bara tvö.........
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Þetta hefur verið skemmtileg ævintýraferð svona fyrir utan þjónustuna, var þetta íslensk flugvél? Ótrúlegt að hafa ekki posa um borð. En svo er alltaf gott að koma heim, og ekki sakar að fá sér kjötsúpu eftir kjúklingana og eldamennskuna þarna úti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 13:06
Gleðilegt ár Halla mín.
Nú ætla ég loksins að fara til útlanda á þessu ári. Það verður spennandi fyrir okkur Steinar, hann hefur aldrei farið heldur þessi elska
Ragnheiður , 23.1.2012 kl. 18:06
Sæl systir og gleðilegt ár. Gaman að sjá blog aftur. Vona að verði framhald á því. Það er engin afsökun að hafa ekki íslenskt lyklaborð. Ég hef það ekki.
Sumarkveðja Kristján
Kristján (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.