. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Sunnudagur....

Og sólskin úti en sennilega kalt.  Hér er morgunleti í gangi,  Anna Guðbjörg var hér í nótt og núna kúrir hún við morgunsjónvarpið, vandlega vafin innan í teppið hans langafa.  Yndislegt að sjá.  Gísli farinn í vinnuna, það eru allir dagar jafnir núna á hans dagatali svo fremi að ég dragi hann ekki frá skrifborðinu í eitthvað sem ég heimta að hann geri., en sem betur fer styttist í þessu fja.... skattadæmi hjá þeim.

Frétti í gærkvöldi af fúlum tengdasyni og þá líklega líka syninum á leið heim úr róðri, þeim líkar illa við full net af þara og rusli í stað grásleppunnar sem á að vera í netunum, ætli dagurinn fari þá ekki í að hreinsa netin.

Hér verða bara rólegheit í dag og gestir í kjötsúpu við kvöldmatarborðið, Anna Guðbjörg valdi hvað yrði í matinn, yndið hennar ömmu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún Anna Guðbjörg, yndið okkar, er heppin að eiga svona margar ömmur.

Sigrún (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband