22.4.2012 | 17:56
Aftur kominn sunnudagur......
Og ég búin að fara vestur á Þingeyri og Ísafjörð, frá kirkjunni þar var Marý jarðsungin á föstudaginn en jarðsett var á Mýrum í Dýrafirði. Hún kom í fjörðinn um tvítugt og bjó þar þangað til þau fluttu á elliheimili á Ísafirði fyrir fimm árum. Stýrði stóru heimili, sex börn og hafði iðulega einhver til viðbótar í sveit, vann utan heimilis, mest við matseld enda var hún afburðakokkur og ekki síðri bakari.
Hennar stóri afkomendahópur, eiginmaður til tuga ára vinir og vandamenn þökkuðu samfygldina og fygldu henni síðasta spölinn ...og sakna hennar nú.
Það sést heim í Hjarðardal úr garðinum á Mýrum.
Vala og Gummi sem og Valli bróðir með sína fjölskyldu urðu aðeins á undan okkur Gísla vestur á fimmtudeginum. Þau biðu með grillmat, mamma og pabbi ofan í herinn um kvöldið og við nutum þess að eiga með þeim kvöldið. Jón birtist svo undir morgun á föstudeginum með steinsofandi Helga Fannar með sér. Hann ( Helgi) sá svo um að skemmta þeim vistmönnum sem og starfsfólki Tjarnar, meðan afi hans og amma plús annað frændfólk fór að jarðarför. Eg nýtti mér svo aldursmun og skikkaði Jón til að taka mig með norður, þar fékk ég aukasólarhring, því Gísli fór beint norður og heim eftir kaffidrykkju á Ísafirði. Ég svaf vært og vel þótt hann væri farinn, í herberginu sem amma mín Magðalena, bjó síðustu árin sín, hef gist þar áður og skil ekkert í að mig skuli ekki dreyma hana. Jón Tryggvi átti svo afmæli í gær, við vorum að tínast inn til mömmu og pabba framundir ellefu og mamma að venju með mestar áhyggju af því að koma í okkur mat áður en við leggðum af stað heim. Hún hefði þó mátt vita að þær áhyggjur væru óþarfar, þegar pabbi var farinn að tína fram ýmisskonar nammi ofan á brauð, reykta rúllupylsu, heimagert marmelaði, reyktan rauðmaga, og lúðu plús ýsu sem hann lumaði á úr reyk, vorum við Jón snögg að finna rúgbrauð og matbrauð til að rista og hófumst handa, já og fengum aðstoð. Jón missti reyndar marmilaði sneiðina sína, hún hvarf ofan í mig meðan hann sneri sér undan, var eitthvað að erta mig og þetta var hegningin..... skammaði hann meira að segja fyrir að rista ekki sneiðina. Það er svo óralangt síðan við höfðum hagað okkur illa við matarborð hjá mömmu að mann mátti til með að rifja þetta upp, verst að Valli skyldi ekki vera kominn. Þegar allir voru búnir að troða sig út af brauði með nammi ofan á, dró mamma fram stóra skál með aðalbláberjum og rjóma ... skil ekki hvernig við fórum að því að klára úr skálinni líka.
Eitthvað tautaði pabbi um að líklega hefðum við engu gleymt.
Hingað heim skilaði Jón mér svo um kvöldmatartíma í gær, Helgi svaf drjúgan hluta leiðar, þannig við systkinin gátum spjallað margt saman á leiðinni og hefðum þurft að eiga svona spjallstund fyrir löngu.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Þakka pistilinn systir. Það hefði verið gaman að vera þarna með ykkur.
Kristjan Jökulsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 15:25
Gott að eiga svona stundir með fjölskyldunni :) rifja um gamla tíma og láta illa við matarborðið :) :)
Hlakka ofslaega mikið til að sjá ykkur !!
Sif (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.