. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Laugardagur í borg syndanna

Og að sjálfsögðu er ausandi rigning úti, mér finnst alltaf vera rigning hérna. Er búin að vera hjá Önnunni minni og fjölskyldu síðan á miðvikudag, en þann dag varð Halla Katrín sex ára. Oft minnist ég stundarinnar sem ég sá hana fyrst, tæpar sex merkur og barðist hart fyrir lífi sínu. En hún var og er hörkutól og komst til þroska án þess að bera þess merki hve erfitt hún átti í byrjun. Núna hjólar hún um allt á nýju bleiku hjóli... án hjápardekkja, er orðin langt til læs og er ákveðin í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Nú er hún á leiðinni norður í byrjun maí með mömmu sinni og bræðrum í sauðburðinn á Steiná, sem hún gerði líka í fyrra, og Jonni hafði orð á því í mín eyru að hún hræddist ekki neitt, ætlaði hiklaust ofan í stíu til hrútanna til að klappa þeim, en lét duga að framkvæma verkið úr garðanum þegar var búið að benda henni á að þeir gætu stangað.
Það var saumaklúbbur hjá mér í gærkvöldi og gaman að venju þó ég færi snemma heim ...... einhver kvefpest að angra mig. Heyrði í Gísla og Jökli sem var að leggja af stað suður með systur sína Árnýju til þess að gæta þess að hann sofnaði ekki undir stýri. Hún ætlaði semsé að keyra fyrir hann. Þau koma hérna í dag, hér verður kaffi í boði sex ára dömunnar fyri það sem næst í af fjölskyldunni og hefur tíma til að koma. Svo þarf að pakka niður fyrir Kristján Atla, hann er að fara til Danmerkur í nótt til að skoða skóla.
Hér er fólk að vakna hvert á fætur öðru, best að hætta og taka þátt í deginum með hinum.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er yfirleitt rigning í borg syndanna... en þegar maður er með sól í hjarta þá skiptir það eiginlega engu máli :)

Verst var að ég missti af því að sjá þig aðeins áður en þú fórst norður! EN.. ég kem örugglega fljótlega norður og þá verður þú sko knúsuð!!

Sif (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 20:34

2 Smámynd: Ragnheiður

Ha ? er hún orðin 6 ára ? Það er svo stutt síðan hún var bara smá kríli :)

Ragnheiður , 2.5.2012 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband