. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Loksins....

Hef ég mig í að blogga þó svo ég viti að sé löngu kominn tími á verkið. Er þar eingöngu leti minni um að kenna en ekki tímaleysi. Búin að fara vestur til pabba og mömmu, fórum um hvítasunnuhelgina og áttum góða daga með þeim. Hófum ferðina reyndar í Reykjavík á miðvikudagskvöldi og náðum vestur í Lauga í Sælingsdal, hétum því að koma aldrei á tjaldstæðið þar aftur, hvergi sléttur blettur undir húsbíl til að leggja á. Þaðan sem leið lá vestur á Drangsnes að ná í reyktan rauðmaga fyrir okkur og þau gömlu og svo á Þingeyri. Föstudag og laugardag rigndi svo hressilega með roki í bland að húsbíl datt okkur ekki í hug að hreyfa, notuðum þeirra bíl til að skreppa yfir í Bakka á föstudeginum. Þar var etin terta ein stór og slatti af pönnukökum í boði mömmu og pabba í tilefni sextíu ára brúðkaupsafmælis þeirra þann 22 maí. Þetta flokkast undir þrekvirki að mínu mati að ná svona mörgum árum.
Núna er ég stödd við stofuborðið á Bakkastöðum 75, hjá Önnu og Óla. Annan er uppi á Úlfarsfelli að viðra föður sinn eftir senatoramorgunverð, Óli og Sigtryggur eru að hjálpa Sif við að flytja og þar sem við nöfnurnar töldumst ekki hæfar við göngu af þessu erfiðleikastigi, hvað þá flutninga, fórum við í búð fyrir ömmu Gellu eins og Alexander kallaði hana einu sinni. Þeir bræður komu suður með okkur í gær sem og Anna Guðbjörg, öll eru þau í föðurhúsum um helgina og afi kallin plús amman komu í stað rútunnar. Ódýrara fyrir pabbana, já og rútubílstjóri hefði líklega ekki keypt ís ofan í allt liðið í Borgarnesi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur aldeilis verið skemmtileg ferð Halla mín.  Takk fyrir að deila henni með okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband