10.7.2013 | 12:12
Laaangt síðan síðast ......
Enda fór öll mín tilvera á hvolf í síðastnefndum hrossaréttum. Geðill jörp meri slæmdi fæti í hliðinu og hitti svona líka snilldarlega utanvert á minn hægri fót að þar sat eftir hóffarið. Við tók rúmlega hálfs árs barátta að græða sýkinguna sem af þessu hlaust og það var ekki fyrr en eftir áramót sem ég fór að geta skipt á þessu sjálf. Sýking tók sig upp aftur og aftur ef hlé var gert á sýklalyfjaáti, nú eða þá að hella þessu í vökvaformi í æð. Ég á nokkrar misskemmtilegar minningar frá samskiptum mínum við hina ýmsustu lækna sem að þessu komu, bót í máli að heilsugæsluhjúkkurnar tvær voru yndislegar og misstu aldrei þolinmæðina á mig.
Gönguferðinni hans Gísla var aflýst og ég fór auðvitað ekki með til Tenerife, komst samt til London með stelpunum með aðstoð þeirra og hjólastóls. Ekki fórum við þó allar, Lena var á sjúkrahúsi, enn á gjörgæslu reyndar þegar við fórum. Lán að hún skyldi vera stödd á Akureyri þegar hún veiktist og við henni tók skynsamur læknir sem fór með hana beint í bráðaaðgerð. Árný tók Elísu að sér svo hún komst með. Góðir dagar með kvenfélaginu mínu. Jökull gat náttúrlega ekki falið sín kvenlegu gen og bættist í hópinn síðutu tvo dagana með Birni Snæ og Aron, var að koma frá Portúgal.
Árið endaði svo með skilnaði hjá einu barnanna minna, og erfiðleikarnir sem fygldu í kjölfarið, eru hlutir sem ég hefði alveg getað hugsað mér að vera án.
Og ekki orð um það meir.
P.S.
Nokkru eftir réttir hitti ég Ennisbóndann en hann átti þennan jarpa snilling sem rétti mér fót. Mér var tilkynnt að ég væri hér með rekin úr hliðvörslunni. Ástæðan.... þetta er hvorki fyrir öryrkja né ellilífeyrisþega að standa þarna í hliðinu.
Hann hafði verið settur í verkið eftir að ég var farin niður á heilsugæslu ... og líkaði fjandalega.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.