. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Bersvæði og samviskubit.........

Það að upplifa sig á beru svæði, þýðir nákvæmlega að það er ekkert sem hlífir manni.  Þessi tilfinning hefur verið að narta í hæla mér undanfarið en ekki bitið fast fyrr en tvo síðustu daga.  Ástæðan .... umræðan um aðstæður öryrkja og sjúklinga í þjóðfélaginu. Síðast í morgun fékk ég með morgunkaffinu að nú er farið að rukka mann um allan kostnað, sé  maður svo óheppinn að þurfa inn á sjúkrahús í sólarhring eða svo. Mínar síðustu viðkomur á slíkum stað hafa verið af þessari lengd og það er ekki eins og ég hafi haft val, hvort ég gisti þessa ágætu staði í síðustu tvö skipti.  Nú get ég búist við að vera rukkuð um þennan gistikostnað og þá koma næstu áhyggjur. Ég er öryrki, en þar sem ég er í hjónabandi og eiginmaðurinn hefur tekjur ofan við mörk þau sem ríkið ákveður að sé við hæfi að taka örorkubætur nánast af manni, þá fæ ég lágmarks greiðslu frá Tryggingastofnun.  Ég ætti samt ekki að kvarta, þökk sé eiginmanninum, og þó, mér finnst það lágmarksmannréttindi að vera ekki refsað fyrir að vera í hjónabandi, ég er einstaklingur og vil vera virt sem slík.

Þá er það samviskubitið. Ég fékk upphringingu frá yngstu dótturinni í gær, seinnipartinn og auðmjúka bón ... mamma viltu koma í sveitina og elda kvöldmatinn hér.  Sökum kvefs af verstu sort hefur hún mátt halda sig innan dyra og undir sæng síðustu daga. Jú ég var til í þetta, dreif mig í sveitina og eldaði, Gísli var í verkum uppi í hænsnahúsi svo hann fékk þá kvöldmat á réttum tíma.  Góður matur hefur lengi verið minn akkilesarhæll og nú tókst mér ekki að halda í græðgina og fékk mér væna ábót á diskinn.  Að henni etinni var auðvitað ekki annað að gera en taka hvíld við sjónvarpið og horfa á rest af fréttum, kastljós og ER (bráðavaktina). Enn kíkti græðgin, Árný, áttu ís? Jú hann var til svo ég fór inn í búr, náði í Daimtopp, settist aftur og maulaði ísinn. En þá vaknaði samviskubitið, glaðvaknaði þegar ég var að enda við kexbotninn af ísnum og uppgötvaði mér til hrellingar að mann á ekki að vera að mylja í sig svoddan fóður við sjónvarpið, hálfliggjandi útaf og í flegnum bol, a la Kristín Magg.  Nú hefði ég betur verið í rúllukragabolnum sem þú vandir mig af, Kristín mín kær.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ju minn hvað ég vildi að ég gæti hringt í þig eins og Árný   Ekki endilega til að elda fyrir mig (sem væri samt gott að öðru hvoru ....) heldur bara að kíkja í kaffi og kjaftæði í smá stund ......

Anna Gísladóttir, 6.9.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Árný Sesselja

Það var sko alveg kærkomið að fá séreldaðann "mömmumat" í gærkvöldi, ég hef ekki einu sinni haft orku né nokkuð til að elda sjálf... enda hundleiðist mér eldamennska

takk fyrir matinn mamma mín 

Árný Sesselja, 6.9.2007 kl. 11:08

3 identicon

Til haminju með nýja bloggið Halla mín.  Þakkaðu fyrir að hafa ekki verið í rúllukragabolnum því þá hefði komið blettur í hann, ekkert mál að þurrka af bringunni.  En sniðugt er að fara hér inn í fyrsta sinn og heldurðu ekki að ég fá summuna af fjórum og nítján,  falleg tala það  kveðja ebj

ebj (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:28

4 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Samviskubit hvað þetta varðar er slæmur hlutur.  Það er amk mín reynsla að það gagnist lítið að vera með samviskubit og fúllyndi út í sjálfann sig fyrir það eitt að vera ekki fullkominn ( amk hvað þetta varðar). 

Frekar á maður að gleðjst yfir öllum hinum skiptunum sem að ganga betur, rifja þau upp... og fjölga þeim

Rannveig Lena Gísladóttir, 6.9.2007 kl. 14:05

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Mikið skil ég þig vel með matinn. MMMM elska að borða.

En annað. Hvað ertu "fyrrverandi, á" eins og segir í display-inu þínu. Ég er að farast úr forvitni

Fjóla Æ., 6.9.2007 kl. 15:05

6 identicon

Þú ert svo miklu flottari í v en rúllu nú eða u en rúllu... ekki nánar útí það hér

Kristín (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:11

7 Smámynd: Árný Sesselja

Hún er fyrrverandi tendamamma

Árný Sesselja, 6.9.2007 kl. 18:44

8 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

já, eða réttara... fyrrverandi tenGdamamma... amk nokkurra einstaklinga

Rannveig Lena Gísladóttir, 6.9.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband