2.10.2007 | 20:17
Setti í bakk.........
Og brunaði á skrifborðsstólnum eftir fjarstýringu sjónvarpsins, eitt er nú að eyðileggja kvöldið fyrir manni með alþingiskj...... en að ætlast til að ég hlusti eða horfi, ónei ekki nú aldeilis. Ég SLÖKKTI. Enda á hraðri leið í að blogga um helgarferðina.
Þessari síðustu helgi eyddi ég og Gísli nefnilega vestur á Þingeyri hjá foreldrum mínum, regnblautir dagar reyndar en það var allt í lagi, við héldum okkur mest innadyra. Pabbi þurfti reyndar að sinna smalamennsku báða dagana, en það var allt í lagi, hann var kominn heim uppúr miðjum degi. Spjall og handavinna, rifja upp gamla daga, frásagnir af ýmsu sem annars hyrfi með þeim.... Ekki spillti að ég átti afmæli á sunnudeginum, þann dag varð ég 55 ára og einnig áttu þau afmæli þennan dag.... 57 ár frá því að þau sáust fyrst. Þetta vissi ég ekki fyrr en nú.
Síðan var að koma sér heim á mánudegi. Stutt stopp í Holti, Önundarfirði hjá séra Stínu og maddömu Óla, manni hennar, síðan tók við akstur heimleiðis í mikilli rigningu..... og for á þeim vegaköflum sem ekki er komið malbik á. Fyrirkvíðanlegt ferðalag að mínu mati, ekkert samband við útsendingar útvarps á löngum köflum og ég hafði gleymt að taka með geisladiska. Nú kom sér vel afmælisgjöfin frá Gísla, Íslandslagaalbúmið. Ég var reyndar búin að segja honum skýrt og skorinort að ég vildi fá Kitchen Aid hrærivél í afmælisgjöf... með hakkavél. Þegar hann rétti mér pakkann með tónlistardiskunum varð mér að orði hvar hann hefði fengið hrærivélina þjappaða svona saman? Þú færð enga hrærivél, var svarið. Nú .....heim komustum við á haugdrullugum bílnum, ég varð á undan í dyrnar og þá runnu á mig tvær grímur, ef ekki fleiri. Skór í forstofunni sem ekki voru þar þegar ég fór, skólatöskur og fatnaður..... pönnukökulykt? Upp stigann og þar mætti mér fullt af fólki, Lena með sín börn, Svanhildur og svo stóðu þær hlið við hlið, Vala og Árný við eldhúsbekkinn, önnur með spaðann á lofti, að vísu að baka vöfflur. Það var býsna grunsamlegt hve þétt þær stóðu saman systurnar, svo ég kíkti......... Ný hrærivél var það sem þær voru að fela á bak við sig. Og gjafabréf, ég ætla að reyna að koma því hér inn við tækifæri, það er nokkuð skondið.
Vöfflurnar voru etnar með bestu lyst, Sollan mín kom í dyrnar með Önnu Guðbjörgu og náði í síðustu vöffluna áður en hún hyrfi ofan í Völu, þær færðu mér blóm mæðgurnar, fallegar fjólubláar rósir.......
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Verði þér að góðu mamman mín... mar fer nú að rukka eitthvað gott sem er hrært í þessari fínu maskínu
Árný Sesselja, 2.10.2007 kl. 21:57
Til lukku með hrærivélina mamma mín
Anna Gísladóttir, 2.10.2007 kl. 22:09
Til hamingju með afmælið og hrærivélina Halla mín !! og bara með lífið og tilveruna líka !!!
Sif (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 08:11
Til hamingju með sunnudaginn.
Fjóla Æ., 3.10.2007 kl. 09:16
Til hamingju með daginn um daginn Halla mín. Það hefur verið gaman að hitta Jökul og Gerðu... agalega langt síðan ég hef séð þau Bið að heilsa ykkur öllum.
knús Göspin
Guðrún Ösp, 5.10.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.