. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Það sem skiptir máli .........

Er NÚNA, stundin sem er . Ég get ekki breytt því liðna, það er búið og gert,  það sem er ókomið ræð ég ekki nema takmarkað um hvernig tekst til, en núna get ég reynt að gera eins vel og ég get.  Vonað að allir þeir sem mér þykir vænt um, eigi gleðileg jól. þrátt fyrir að kannski vanti eitthvað sem viðkomandi vildi hafa tiltækt um jólin, þeir sem syrgja, muni fyrri jól með þeim sem er horfinn og reyni að horfa fram á veginn, þrátt fyrir allt þá koma jól.

Það er svo margt sem á hugann sækir, veikindi ungrar móður sem berst fyrir lífi sínu þessa dagana og vill komast heim til dóttlunnar sinnar litlu fyrir jólin, litli snáðinn hennar Hildar Sifjar sem heldur sín fyrstu jól án mömmu, börnin hennar Ástu Lovísu sem líka misstu mömmuna sína á þessu ári, "hrossið mitt" sem missti son sinn í ágúst, öll verða þau að halda jól við aðstæður sem enginn óskar sér að lenda í.  Guð gefi þeim öllum eins góð jól og gleðileg og unnt er við þessar aðstæður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Kæra Halla mín, takk fyrir að hugsa til mín á þessum jólum. Eins og þú segir þá verða þau í óvelkomnum aðstæðum.

Kærar þakkir fyrir sendinguna, hún verður höfð á góðum stað um jólin

Ragnheiður , 21.12.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband