. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Jólum að ljúka.......

Ójú ekki ber á öðru, þeim er að ljúka.  Ekki það að ég sakni þeirra, en ef ekki hefðu verið hjá okkur Jökull og fjölskylda, þá hefðu jólin orðið mér enn erfiðari en þau voru, það var svo margt sem mig langaði að gera fyrir þessi jól og ekki tókst.  Og er enn að pirra mig.  Ég segi nú ekki að ég hafi verið gráti nær í gærkvöldi þegar Gísli var að lýsa útsýninu úr stofuglugganum heima þegar kveikt var í brennu og flugeldasýning hófst ... með svo stórum hvellum að hann hélt að einhver hefði keyrt á húsið.  Og ég hér, ein inni á herbergi og hundleiddist.

Ég fór út í göngu áðan og það var svo hált að ég hélt mig við stéttar hér í kring, hefni mín á göngubrettinu í kvöld í staðinn..... þangað til er það eldhúsgardínan mín og bók, tesopi á eftir og kannski smálúr.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það koma nú önnur jól góða mín og eitthvað verður þú að gera fyrir næstu jól. Fáðu þér svo starf svo þú fljúgir ekki á toppstykkið.

Eyddu orkuni í að sauma og brosa ekki pirra þig. Lífið er svo skemmtilegt og..............

Kristín (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Kristín Magnúsdóttir

Ég meina náttúrlega STAF 

Kristín Magnúsdóttir, 6.1.2008 kl. 20:18

3 identicon

Halla mín, gleðilegt ár og njóttu þess að vera í grænmetis-heilsubaða-hreifingar-nudd-slökunar vistinni :) ég á mína heilsu þessum stað að þakka og á örugglega eftir að mæta þarna aftur seinna til að slaka mér niður og láta stjana aðeins við mig, heilsubælið er himnaríki á jörð :)  tek undir með Kristínu, það væri ekki vitlaust að eiga eins og einn eða helst tvo stafi til að ganga með, stiður mann og þjálfar meir en hjálpartækjalaus ganga, spurðu bara mömmu og pabba, þau kunna þetta orðið :)  hafðu það ávallt sem allra best nafna mín.

Halla Guðmunds (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband