. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Komnar heim......

Allar níu í heilu lagi en misþreyttar eftir ævintýrið. Stórskemmtilegar uppákomur einkenndu ferðina frá upphafi til enda, oft vegna þess að yngri deildinni (órólega) misstu út úr sér orð sem ekki voru kannski endilega við hæfi, sossum eins og ... holy shit..... í yfirfullri lest.  Og sömuleiðis í fullri lest þar sem þær stóðu velflestar í miklum þrengslum heyrðist í Lenu (held ég) .... færðu þinn feita rass svo maðurinn komist út... við systur sína Árnýju, ég veit ekki hvorri þeirra brá meira þegar maðurinn sem var Ólafur Kjartan Sigurðsson söngvari hóf upp sína blíðu rödd... þetta er allt í lagi, ég kemst framhjá....

Eftir þetta gættu þær sín betur.  Að borða með þeim var næsta ævintýri, þeim tókst að finna Angus Steakhouse eftir töluvert labb á fimmtudagskvöldinu, þá vorum við að koma úr leikhúsi, fórum að sjá Queen showið og ekki allar í fyrsta skipti.... Lena líklega í þriðja sinn og er til í eitt skipti enn. Í það skiptið var það leigubíll heim á hótel, við vorum alltof saddar til að brölta niður í lestina til að komast heim.  Og höfðum af því áhyggjur nokkrar að vera að eta steik með rauðvíni og alles ....... klukkan langt gengin í ellefu að kvöldi til, ég allavega lagðist útaf með mikilli gætni í bólið mitt... svo ekkert af þessari góðu máltíð færi öfuga leið út.

Ég er líka ákveðin í að gera ekki að venju að eta amerískar pönnukökur með sírópi + beikon og egg fyrir klukkan níu að morgni, já og bara alls ekki..... en fjandi var þetta gott.  Mér datt heldur ekki í hug, búin að panta mér máltíð á kínverskum matsölustað, að hrísgrjónin sem ég pantaði með matnum, væru svona stór skammtur eins og raun varð á. Stór diskur, kúfaður af grjónum..... plús aðalskammturinn af kjöti og grænmeti. Úfff.......

Svo var það heimleiðin.  Búið var að panta stóran bíl en þegar bílstjórinn sá töskustaflann hafði hann orð á að panta annan bíl fyrir farangur.  Því neitaði Vala staðfastlega, sagðist vera búin að hafa of mikið fyrir því sem í töskunum væri, til að þær yrðu ekki samferða sér á flugvöll.  Enda kom í ljós að þessi hræðsla ökumannsins var óþörf, töskurnar hefðu plássins vegna getað verið fleiri. Við urðum hinsvegar undrandi á hve vel hann fór yfir öryggismál í bílnum og leiðina á völlinn, þetta höfðum við ekki orðið varar við áður. En við komuna á Heathrow brá okkur ærlega, þar blasti við okkur vörður við inngöngudyr vopnaður stórri vélbyssu.  Við reyndum að haga okkur skikkanlega .... nema Gerða.  Hún potaði í byssuna og spurði hvort hún væri ekta .... og uppskar svarið... það ætla ég að vona.  Sem betur fer var ég komin inn fyrir dyrnar, hefði fengið áfall við að sjá til hennar..... svo flissaði hún að þessu.

Ekki orð um yfirvikt eða íslenska tollheimtumenn, þá kviknar í hárinu á Völu .... og skapinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha æj potaði í byssuna já...gott að hún var ekki skotin. Þú hefur farið með skemmtilegasta fólki í heimi les ég.

Ragnheiður , 18.3.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Árný Sesselja

TAKK fyrir dagana mamma mín, þetta var yndislegur tími með ykkur ÖLLUM....

Árný Sesselja, 18.3.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Brynja skordal

Vá þetta hefur verið fjör gleðilega páska og hafðu það gott

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 22:39

4 identicon

Halló systir. gott að þið eruð komnar heim. Svona eiga stelpuferðir að vera, ofsa gaman. En....ferðu nú ekki að vera heima svo ég geti komið í te og spjall. GLEÐILEGA PÁSKA.

Sigrún (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband