. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Erfiður dagur ..........

Í meira lagi.  Ég keyrði ein suður í morgun, beint til Önnu minnar og við urðum samferða í Keflavíkina að útför Hugins litla.  Það var friðsæl stund í kirkjunni fyrir athöfn, leikin tónlist meðan fólk var að tínast inn og setjast.  Og útförin sjálf var falleg og friðsæl, þrátt fyrir að flestir grétu.  Við Anna fórum beint úr kirkju í kaffi sem þau buðu til, Mummi og Fjóla, meðan nánasta fjölskyldan fór með kistuna í kirkjugarð.  Ég dáist að því þreki sem þessum vinum mínum er gefið, ég held að ég sé ekki að skrökva þótt ég segi að þeirra leið saman frá upphafi hafi verið á brattann að sækja .... og oft verið þungt fyrir fæti.

Við vorum varla lagðar af stað til baka þá hringir Árný, til að segja mér að Einar Guðlaugs hafi farist í slysi í nótt, ásamt öðrum manni, þeir höfðu verið í veiðikofa fram á heiði og gasleki orðið þeim að bana. 

Ég er úrvinda eftir daginn og fer ekki norður í kvöld...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Knús til ykkar Elskuleg

Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband