. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Enn í Reykjavíkinni...........

Ójá, stóra systa, bróðir þinn og hjásvæfill minn má þola einveru enn og aftur.  Mér til málsbóta er að hann lagði fast að mér að vera yfir nótt en ekki að keyra til baka á miðvikudagskvöldið, nú og ég þurfti að vera komin aftur suður á föstudag, til hvers að æða norður fyrir einn sólarhring.  Ergo ... ég er hér enn.  Er reyndar að hugsa um að koma ekki hér aftur fyrr en í byrjun júlí, mér er farið að líða eins og jójó.

Árný mín er á leiðinni í helgarfrí, ekki veit ég hvort nýbakaðir eigendur leysa hana af, hún var reyndar búin að semja við Sollu um hjálp.  Hún á að vera með aukaföt og inniskóna mína í farteskinu, einna mest hef ég saknað skónna minna.  Var ekki búin undir að stoppa svona lengi.

Mér finns annars skrýtið mjög að keyra hérna í bænum núna, mann athugar vel áður en farið er úr húsi hvar bílstjórar eru að mótmæla háu bensín og olíuverði.  Þverfótar varla fyrir lögreglunni, nú eru þeir sko vel sýnilegir á götunum.  Eitt indælið stöðvaði mig í gær, ökuskírteinið var til allra lukku með í för en manngarmurinn gerði nú samt athugasemd við mig ....... hvort væri eitthvað að, ég liti illa út. Ég svaraði honum stuttlega.... hvort hann kæmi ekki til með að bera þess merki að hafa sofið illa síðustu nætur og grátið af og til undanfarinn sólarhring? Hann spurði ekki frekar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj elsku hjartans Halla mín.

Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 15:30

2 identicon

Æ, litla systir, margt dynur á þér þessa dagana. Bót í m+ali, að ég veit að ekki er allt erfitt og leiðinlegt. Til hamingju með það.

Vonandi geturðu farið að stoppa heima, hitt er svo fj. þreytandi. kem í te, þegar um hægist.

Sigrún (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband