. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Fjandinn....... afsakið orðbragðið......

Ég vakna með fuglunum þessa dagana, er ekki enn búin að leggja frá mér að vaka á vitlausustu tímum þegar sauðburður fer að nálgast.  Til að vekja ekki hjásvæfil minn elskulegan, hypjaði ég mig framúr um fimmleytið.  Heimsótti gustafsberg... og viktina mína.  Það hefði ég betur geymt fram eftir morgni, talan sem ófétið sýndi mér var mér ekki að skapi.  Var efst í huga að fá mér göngutúr og henda viktinni í Blöndu.  En ég léttist víst lítið við að hafa viktina syndandi ánni þannig að hún er enn inni á baðgólfi.  Eitthvað sofnaði ég samt undir morgun, var samt á undan Gísla á fætur og það er í hæsta máta óvenjulegt.  Morguninn hefur svo farið í heimilisverk.

Eftir hádegið er svo gesta von í Efrimýra, hjónin sem ætla að flytja þangað í júlí.  Ætla að elda kvöldmat þar og borða með þeim og Árnýju.  Og verð þá vonandi orðin í skárra skapi, get víst engu kennt um hækkandi tölu á viktinni nema eigin græðgi ......  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

æ, já það er víst staðreynd að það er nær alltaf bara okkur sjálfum að kenna þegar að bévítans vigtoría sýnir eitthvað uppávið sem okkur er ekki að skapi. 

Rannveig Lena Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 09:47

2 identicon

heyrðu! þú þyrftir að labba, grennist maður ekki smá á göngunni :d

Nei plat! þú ert sæt eins og þú ert

Hafrún Eva (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband