18.4.2008 | 11:05
Föstudagsmorgunn......
Og fyrstu fréttir dagsins voru að eldsvoði hafði orðið um borð í skipi sem Kristján bróðir er á og núna er statt í Hafnarfirði við bryggju þar. Sem betur fer sluppu þessir þrír menn frá borði óslasaðir. Annars horfir dagur nokkuð vel, ég er hálfnuð við að þrífa planið hér fyrir utan húsið og men hvað það er hræðilega mikill skítur þar eftir veturinn. Það er enn smásnjóleifar í garðinum en um helgina ætti ég að geta þrifið beð og tínt upp óþverrann sem fýkur í runnana og situr þar fastur.. Mér er alveg óskiljanlegt hvað er ríkt í fólki að henda frá sér umbúðum utan af mat, bjórdósum, flöskum þar sem það er statt utan dyra í það og það skiptið... að ég tali nú ekki um andsk.... sígarettustubbana og flugeldaruslið sem er um allan bæ. Fallega stéttin fyrir utan nýuppgerða Saumkaupsverslun staðarins skartar sígarettustubbum í þúsundatali í rifum á milli steinanna sem hún er gerð úr. Í fyrra sumar tíndi ég upp stubba og dósir í kring um húsið hér við hliðina sem hýsir hárgreiðslustofu, Búnaðarsamband A-Hún, Vís umboðið, Sjálfstæðishúsið að ógleymdu Húnabókhaldi. Þetta gerði ég reglulega með aðstoð barnabarnanna minna en það var með ólíkindum hvað var fljótt að hætta að sjást að eitthvað hefði verið gert þarna til þrifa. Arg og hóst......
P.S ég gleymdi að útskýra fyrir þér Gerða mín hvað væri að ske á laugardaginn, það er sýning uppi í Hnitbjörgum sem ég ætla að " frumsýna " eldhúsgardínurnar mínar útsaumuðu..... fyrst að búálfarnir voru svo elskulegir að skila þeim í tæka tíð.
Bloggvinir
-
Anna Gísladóttir
-
Rannveig Lena Gísladóttir
-
Árný Sesselja
-
Svanhildur Guðmundsdóttir
-
Solla
-
Gerða Kristjáns
-
Guðrún Ösp
-
Fjóla Æ.
-
Mummi Guð
-
Evaa<3
-
Fanný
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Brynja skordal
-
saumakarfan
-
Mamma
-
Kolbrún Jónsdóttir
-
Gylfi Guðmundsson
-
Gísli Blöndal
-
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
-
Anna Margret Valgeirsdóttir
-
Signý Björg Valgarðsdóttir
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
aloevera
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Kristján Atli Sævarsson
-
Ragnheiður
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Hefur þú spáð í Halla hvernig lítur út heima hjá þeim sem sem henda ruslinu sínu frá sér þar sem þeir eru staddir utan dyra, manstu eftirauglýsingu sem var í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum um fjölskyldu sem bekk fremur ósnyrtilega um.
Gangi þér vel með tiltektina kveðja Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 12:20
Jamm ég man eftir þessu og stundum hvarflar að mér að sumir eigi ekki tunnu undir ruslið sitt ...... allavega þegar pitsukassar og notaðar bleyjur ásamt ýmsu öðru skreytir tröppur og garð ..... hvað á mann að halda.
., 18.4.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.