29.4.2008 | 09:46
Þreytt......
Eftir erfiða síðustu viku en góða. Tvö afmæli, fullt af gestum, veisla á laugardagskvöldinu sem var frábær ..... ergo, mér er alveg sama um þreytuna, hún hverfur næstu daga. Kiddi bróðir og Gerða voru hér á sunnudagskvöldið og Kiddi flutti heim til hennar dót sem hann er búinn að eiga í geymslu hjá okkur Gísla í mörg ár. Einn hlut vantaði og eftir smátiltekt í kollinum á Gísla fannst sá týndi hlutur. Þetta varð til þess að upp rifjaðist í mínum kolli að gamli dótakassinn minn með miklum gersemum var enn staddur í kjallarakompunni undir búrinu á Efrimýrum. Við þurftum að skreppa í sveitina um kvöldið hjónakornin og ég ákvað að sækja kassann. Gamli Musso hrekkjaði Gísla með því að verða olíulaus á leiðinni uppeftir, ég hafði haft vit á að vera á eftir .... okkur kemur sko svo illa saman hjónunum að við getum ekki verið saman í bíl, þannig að ég tók kallinn upp svo hann þyrfti ekki að labba. Ég gerði svo innrás hjá Árnýju meðan pabbi hennar græjaði sig til að ná í þann hrekkjótta. Ég fór nánast beint inn í búr og fljótlega heyrðist í dóttlu.... hvern fjandann ertu að gera inni í búri. Fara niður í kjallara var svarið. Hún birtist í hendingskasti... út úr búrinu með þig. Ég hélt nú ekki, ég ætlaði bara að ná í dótakassann minn. Sko, ég næ í pabba ef þú gegnir ekki...... þessi þræta stóð ekki lengi, ég sá að hún myndi ná í gamla. Svo ég hlýddi og hún brölti niður gamla skipsstigann sem liggur þarna niður og kom upp með kassann minn. Og meðan þau fóru og komu vitinu fyrir Musso, var ég á fortíðarflippi við að skoða gömlu dúkkubollana mína og fleiri gersemar sem þarna voru ..... og það var gaman.
P.S. Musso átti að verða eftir í sveitinni ... svona ef einhver heldur að ég hafi verið að segja satt um samkomulagið.....
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Skemmtilegar minningar frá skemmtilegri konu.
Kolbrún Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 09:52
hehe ég trúði ekki í augnablik fullyrðingum um slæmt samkomulag hehehe
Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.