. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Morgundagurinn........

Þessi sem ég talaði um í gær er runninn upp, svo nú er bara að byrja.  Þvottafjallið lækkar, við Anna verðum að þvo hverja einustu tusku sem með fór sökum raka og fúkkalyktar.  Vorum svo óheppin að farangurinn okkar hefur staðið utan dyra á Kastrup í ausandi rigningunni sem þar var, það lak úr barnabílstólnum þegar Óli greip hann af farangursbandinu í Leifsstöð.  Og allar töskur meir og minna blautar.  Þær komu þó .... minnug ófarannna í fyrra.

Þessi ferð verður um margt ógleymanleg, við komustum að því að Legoland hentar börnum misvel, mínir einhverfu ömmustrákar áttu ekki þolinmæði fyrir þessar endalausu biðraðir og mannfjölda, þó gekk okkur betur eftir að við skiptum liði og höfðum þetta eitt par um tvö börn.  Oftast fygldu Kristján og Sigurjón okkur afanum.  Við komum þarna tvisvar en datt ekki í hug að leggja þetta á þá í þriðja skipti.  Dýragarðarnir voru hinsvegar mikil snilld, við skoðuðum þrjá stóra garða og skemmtum okkur vel í öll skiptin.  Sigtryggur hafði mikinn áhuga á að finna lemúra, ég vissi ekki neitt annað en þetta væri einhver apategund og yrðu þar af leiðandi í búri.  Rétt fyrir innan inngang í garðinum í Ebeltoft voru þeir hinsvegar í manngengu búri og fók gat valsað um þar að vild.  Þetta átti nú við dýrafræðinginn litla og inn fórum við öll.  Þessi kvikindi reyna að stela öllu lauslegu og gleraugun mín komu strax í fókus hjá einum lemúrnum sem klifraði upp í fang mér þegar ég settist þarna á stein. Gísli náði gleraugunum af honum en tókst ekki að koma í veg fyrir að greyið sleikti hendur mínar vel og vandlega og snýtti sér síðan niður á brjóstin á mér.  Maðurinn minn elskulegur var nefnilega önnum kafinn við að mynda athæfið.  Þarna var hægt að fara í bílferð innan um villtu dýrin sem við fórum í og það voru ekki mörg dýr sem Sigtryggur þekkti ekki. Ef nokkuð.

Líka heimsóttum við dýragarð í Álaborg sem vakti mikla lukku, man ekki hvað sá þriðji hét eða hvar hann var.  Líka undum við heima við með börnunum að leika við þau, bæði afi og amma sáust sparka í bolta ... sem ekki er algengt og röltum í geitaskoðunarferð með þeim, það voru geitur þarna á svæðinu í hólfi sem gaman var að heimsækja, sérstaklega fannst Sigtryggi gaman hjá þeim.  Hann tíndi engisprettur í box, fangaði frosk, gróf holur þrátt fyrir bann og skoðaði allar pöddur sem hann fann.  Honum var samt illa við geitungana sem við höfðum talsvert á flögri í kringum okkur við lítinn fögnuð allra.

Framhald seinna.......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta hefur átt við Sigtrygg hehe..gaman að þessu

Ragnheiður , 21.7.2008 kl. 15:59

2 identicon

Já, Velkomin heim !

Signý Björg Valgarðsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband