. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Ferðasögurest .......

Mér var tjáð að það vantaði botninn í ferðasöguna.  Að vísu er það rétt að margt er ósagt úr ferðinni en hvort það ratar allt hér inn er ekki víst.

Allavega sagði ég ekkert frá heimsóknunum sem við fórum í.  Fyrst til að heimsækja var yndið hún Kolla úr Hólabergi og hennar fjölskylda sem tóku á móti okkur af mikilli gestrisni og víst urðu þeir kátir Sigtryggur og Kristján að sjá hana aftur ... og ennþá kátari að þau skyldu ekki vera búin að pakka leikjatölvu heimilisins niður til flutnings heim aftur.  Við áttum þarna yndislegan morgun og fengum fullt af leiðbeiningum hjá þeim. Fundum ódýrari búð til að versla í til heimilisins eftir þeirra tilsögn þegar við lögðum af stað heim í hús ... í grenjandi rigningu.

Næst urðu þau Siggi Davíðs og Aris Njáls, þau búa í Danmörku í bæjarfélagi sem heitir Hundslund, þetta er eiginlega úti í sveit, gamall búgarður sem þau eru að gera upp.  Og alveg yndislegur staður, sé ekki rigning er þetta paradís á jörð. Skógur allt í kring, tjörn í garðinum með fiskum í, hægt að tína hindber og epli fyrir utan hús. Þarna áttum við alveg meiriháttar dag hjá þeim og ekki  þarf að spyrja að hversu vel drengirnir undu sér , já og ekki síður Halla Katrín.  Við komum svo aftur í hlaðið hjá þeim daginn áður en við fórum heim til að sækja sniðugan hlut sem Siggi útvegaði okkur.

Svo er það síðasta heimsóknin. Einhverntíman fyrir 1950 flutti Salóme Gísladóttir, föðursystir Gísla til Danmerkur, giftist þar og eignaðist fjögur börn.  Hún er löngu látin og nokkur ár síðan maður hennar dó, sem og eini sonurinn sem þau áttu.  Eftir lifa þrjár dætur sem allar búa í Danmörku, tvær í Kaupmannahöfn og ein í Árósum.  Við höfðum heimilisfang hennar í farteskinu og eins mundi Gísli vel hvar föðursystir hans bjó.  Það heimilisfang leituðum við uppi fyrst og sáum þá hvar Lóa frænka eins og hún var yfirleitt nefnd, hafði búið nánast allan sinn búskap. Síðan var það að leita uppi dótturina.  Þar var enginn heima en Gísli skrifaði henni nokkur orð og setti í póstkassann. Vissi að hún skildi talsvert í íslensku en talaði hana ekki.  Morguninn eftir hringdi hún og bauð okkur öllum í kvöldmat daginn eftir.  Það þáðum við og þrátt fyrir tungumálaerfiðleika svolitla var þetta yndisleg stund, ég táraðist næstum  þegar ég sá þessa litlu konu faðma að sér frændann sem hún hafði ekki séð nema einu sinni og það fyrir áratugum síðan.  Bæði vinna þau tengt börnum, hún er hjúkrunarfræðingur en hann starfar sem félagsráðgjafi sem gerði það að verkum að ekki þurfti að segja þeim neitt hvað drengina varðaði þegar þau vissu að þeir væru einhverfir.  Nema að þeim fannst ótrúlegt að þeir væru albræður með þessa sömu greiningu.

Báðar heimsóknirnar sem ég sagði frá í byrjun voru yndislegar, en lái mér hver sem vill þótt í minningunni sé það kvöldið með Önnu Hjort og fjölskyldu sem uppúr stendur......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þarf að gefa mér meiri tíma til að lesa ferðasöguna þína Halla mín, takk fyrir að deila þessu með okkur.  það er alltaf gaman að fá að ferðast svona með einhverjum.   Og góða helgi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband