. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Langt síðan síðast......

Var skrifað hér inn, það þýðir þó ekki að sé tíðindalaust eða ekkert hafi verið gert.  24 júlí fórum við hjónin á húsbílnum fram í Núp, í fygld þeirra Önnu og Óla ásamt börnum. Á föstudagskvöldinu bættust Vala og Gummi ásamt Svanhildi  í hópinn og á laugardeginum Lena og fjölskylda.  Árný náði líka að vera töluvert með okkur en þarna eyddum við helginni í blíðskaparveðri og undum okkur vel. Á laugardagskvöldinu fengu margir þá flugu í kollinn að klífa hjallan fyrir ofan Núp.... nýbúnir að eta vel af grillmat.  Til að gera langa sögu stutta..... upp fóru þau Óli, Anna, Sigurjón,Svanhildur, Gummi, Lena, já og Gísli, afinn í hópnum. Ekki er þetta nú samt röðin hvernig gekk og hver var fyrstur upp.

Þetta skrifaði ég fyrir þrem dögum ..... minnst, en setti ekki inn, hversvegna veit ég ekki vel ennþá .  Ef ég væri að byrja skriftir í dag væri yfirskriftin önnur ...... mig vantar ungana mína.  Vala er í sumarfríi með manni sínum, er á leiðinni hringinn um landið og endar á fiskideginum mikla á Dalvík um helgina, Anna og Óli eru komin heim úr sínu fríi, þau hafa verið óvenjumikið samvistum við okkur í sumar, Árný er í sumarfríi og Jökull er kominn heim með sitt fólk til Keflavíkur eftir að hafa verið hér um langa helgi .... mætti koma oftar.  Ergo, Lena er sú eina sem er heima og hennar fjölskylda. Hvað er ég eiginlega að kvarta, Sollan mín kom hér í morgun,í gær kom ég til hennar og þá var Majan mín þar.........  ég er ekkert ungalaus.

Verslunarmannahelginni eyddum við hjónin fram í Saurbæ, vígðum þar sælureit á Húsaflötinni sem þau Sigrún og Mummi eru búin að gróðursetja á aspir margar og gerðu þannig að það eru tvö rjóður fyrir næturstað af þessu tagi, tjöld ,fellihýsi, húsbíl nú eða bara svefnpokann undir tré.  Þarna er yndislegt að vera.  Sunnudeginum eyddum við norður í Skagafirði við messu í Ábæ en fórum svo fjallabaksleið heim, upp Mælifellsdal, yfir á Blöndustíflu og komum niður hjá Vöglum í Vatnsdal.  Yndislegur dagur í félagsskap við þau Sigrúnu og Mumma.

Nú er stefnan á Króksmót í fótbolta með ömmu og afastrákinn Smára Þór sem vill fá að gista í húsbílnum hjá okkur .... eins og systir hans í sumar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Já en ég ??

Gerða Kristjáns, 8.8.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: .

Mátti svosem vita að ég gleymdi einhverjum, fyrirgefðu unginn minn.....

., 10.8.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband