28.10.2008 | 10:29
Úps...... hann kvartaði.....
Og segist ekki vera stríðinn. Jæja ertinn þá, hann á það allavega til. Byrjunin var að á laugardagsmorgninum þegar við vorum á leið í morgunmat, hafði ég orð á því að mig langaði til að sjá næluna sem Hendrikka Waage hannaði fyrir krabbameinsfélagið, ef nælan væri til í litlu versluninni í anddyrinu. Nei hún var ekki til þar og ekkert eftir þessa ágætu konu. Hinsvegar var til íslenskt skart sem ég fer að skoða og festi augun á geysifallegum hring sem ég bað um að fá að handleika. Það fékkst og mér fannst þetta hinn flottasti gripur. Þakkaði svo fyrir og rétti afgreiðslukonunni aftur og var þar með farin í morgunverð. Síðan tók við athugun á innihaldi í þvottavél Önnunnar minnar,heimsókn í Fellahvarfið til Ellu Boggu, göngutúr niður í bæ og á Skólavörðustíginn að athuga með kjötsúpusmakk ( Gísli segir að mín sé betri ) komum við á Jómfrúnni og fengum okkur danskt smurbrauð og bjór og löbbuðum svo heim á hótel. Ég var búin að sjá bros á manni mínum af og til sem eiginlega breyttist í smástríðnisbros, ég má ekki segjaglott.... svona af og til. Þegar við vorum svo sest til borðs í kvöldmat var ég orðin alveg viss um að nú hefði hann samið við þjónana að stríða mér eitthvað og í miðjum aðalrétti var mér allri lokið...... ég stend upp og er farin upp á herbergi ... segi ég við hann, ef þú ferð ekki að segja mér hvað þú ert að prakkarast. Það stóð ekki á svari... hvernig ætlar þú að fara að því, Grillið er uppi á áttundu og við erum á sjöttu hæð..... en svo stakk þessi elska hægri hendi í jakkavasa sinn og dró upp lítið box sem hann rétti mér. Ég saup hveljur þegar ég opnaði boxið og við mér blasti hringurinn sem ég hafði verið að skoða um morguninn.
Ég er enn hissa, já og Gísli.... hringurinn er ennþá fallegur.
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Þetta er heldur ekki beinlínis stríðni en ja..hvað er það? Mér finnst þetta rosa flott hjá honum !
Til hamingju með áfangann, afsakaðu hvað sú ósk kemur seint
Ragnheiður , 28.10.2008 kl. 10:34
Var þetta ekki örugglega aðeins 35 ára afmæli ?? og ertu ekki örugglega "í grasinu" ??
Hvað gerir hann bróðir minn þá í tilefni af gullbrúðkaupinu
Kveðja frá Saurbæ
Sigrún (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:55
Æði :) hann kann þetta ennþá kallinn :) til hamingju með afmælið.
HallaG (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.