. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað klikkaði......

Ég hafði það fyrir pásuhlutverk að blogga á þriðjudaginn, en við glímu okkar Árnýjar við prentarann (aðallega hennar) þá fauk færslan mín út í buskann og er þar enn á flögri.  Þetta hefur líklega ekki verið nógu gott hjá mér.  Síðan hef ég bara slitið gólfum og dýnu, Sifin mín góð, ekki tökkunum á lyklaborðinu mínu fyrr en núna.

Það er ekki laust við að ég sakni margra félaganna úr grasinu, þau sem stóðu við í litla setkróknum á móti þvottaherberginu voru ansi góður hópur.  Margar sátum við með prjóna, heklunál nú eða þá útsaum, kallarnir héldu við kaffinu á könnunni, já og keyptu stundum súkkulaði með því, það var stundum þjarkað um ástand okkar íslendinga þessa dagana, farið með misgóðar vísur..... það var oft gaman þarna.  Ekki má ég gleyma þeim sem sátu oftast við matborðið með mér, hún Helga mín úr Hafnarfirðinum, Hrafn og Guðríður frá Ísafirði. Og áður en þau þrjú komu voru það snillingarnir Sverrir og Lovísa frá Höfn í Hornafirði.  Öllu þessu góða fólki var yndislegt að kynnast og spjalla við.

Nú er komin helgi, síðan í gær hafa þau glímt við pappíra föður sins, Gísli og systur hans, yfir það allt var eftir að fara og leysa úr hvað við skyldi gera. Þetta hefur gengið þrautalaust ........ hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 22.11.2008 kl. 09:06

2 identicon

Að liðinni helgi er efst í mínum huga þakklæti ;til ykkar Gísla fyrir húsaskjól og viðurgjörning allan ; til foreldra okkar, safnaranna, sem gáfu okkur tækifæri til að velja þær minningar sem vð viljum varðveita; til forsjónarinnar og leiðbeinenda, sem gáfu okkur systkinum þessa þrjá daga.

TAKK

Sigrún "systir" (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband