. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

2008/2009.........

Fyrra ártalið er að renna sitt skeið og hitt bíður átekta ..... á miðnætti.  Við lokuðum árinu hjónin með því að fara fram í Núp eftir hádegið í dag og virða fyrir okkur gamlar slóðir í miklu hæglætisveðri og fallegri birtu.  Síðan fórum við með kerti út í kirkjugarð á Höskuldsstöðum að leiðunum þeirra afa míns og ömmu, Þorvaldar og Betu, leiði Betu merkti Jón sambýlismaður hennar á sínum tíma en hin voru ekki merkt fyrr en í haust.  Þaðan heim með viðkomu hjá leiðinu þeirra tengdaforeldra minna, líka með ljós, sem reyndar fleiri höfðu gert, þar loguðu fallega tvö kerti þegar við komum að.

DSC00036

Nú er það steikin ofan í gesti og heimafólk, Ragnar og Sandra ásamt litlu Emblu verða hjá okkur í kvöld, sem og Gerðan mín og Árný ..... við ætlum að eyða síðustu stundum ársins með þeim.  Guð gefi öllum sem lesa skrifin mín, gleðilegt nýtt ár og hjartans þökk fyrir árið sem er að ljúka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Hafið það gott elsku pabbi og mamma  
Ég er algerlega að springa úr spenningi !  Bara 2 dagar þar til að ég kem norður

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Knúsið kemur eftir 2 daga ......

Anna Gísladóttir, 31.12.2008 kl. 19:15

2 identicon

Gleðilegt nýtt ár kæru hjón og takk fyrir allar samverusttundir á því liðna :) sjáumst fljótt.

Kveðja til allra ykkar undir fjölsk.  kv. ebj

ebj (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 11:50

3 Smámynd: Ragnheiður

Hjartans þakklæti fyrir einstaka vináttu sem lýst hefur mér leið á dimmum dögum. Halla mín, þú ert fágæt perla

Ragnheiður , 1.1.2009 kl. 12:02

4 Smámynd: Mummi Guð

Gleðilegt ár.

Mummi Guð, 1.1.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband