1.1.2009 | 20:38
Úttekt ársins 2008 ........
Gleðilegt nýár, öll þið sem hættið ykkur hér inn og lesið það sem mér liggur á hjarta, þann og þann daginn....
Um margt varð mér þetta ár erfitt... og minnistætt... en líka til nokkurrar gleði. Ég stóð hér fyrir utan húsið í gærkvöldi um miðnættið í afspyrnugóðu veðri og horfði á ljósadýrðina sem flaug um loftið, mér til gleði en manni mínum ekki. Hann hatar flugelda og lyktina af þeim + hávaðann, finnst áramótaskaupið alltaf leiðinlegt ( þótt hann sofi oftast á meðan) og þolir ekki grínistann Ladda. Meðan Árný og Gerða töldu niður síðustu sekúndur 2008, tók þessi elska hann Gísli utan um kellu sína og spurði... þykir þér samt ekki vænt um mig, þrátt fyrir gallana?
Jú svo sannarlega þykir mér vænt um hann, kostir hans eru sko mikið fleiri en gallarnir.
En það var árið síðasta sem ég hóf hér heima en lagði af stað suður í "Grasið " að morgni nýársdags, döpur í huga því þegar ég var að kveðja hjá Lenu sá ég að flaggað var í hálfa stöng á hverri einustu fánastöng sem ég sá .... Hilmar Kristjánsson hafði kvatt þessa veröld um nóttina, mánaða barátta við krabbamein var töpuð. Blönduósingar allir misstu þar einlægan vin og baráttumann fyrir betra bæjarfélagi, að ógleymdri fjölskyldu hans sem mest og stærst misstu.
En á heilsustofnun leið mér vel að vanda, þarna þekki ég orðið vel til og geng að flestu vísu, Írisi minni í sjúkraþjálfuninni, sundleikfimi og göngu alla daga sem upp renna og öllu því sem þarna er gert til að laga og bæta bilaðan skrokk og slæmt geð. Og kallana mína við matarborðið, Hauk á Snorrastöðum, Magga úr Grindavík og gamla Jón frá Akranesi, ekki spillti sá félagsskapur. Ég komst í saumaklúbb með hjálp Önnu, gat heimsótt stóra hópinn minn á Bergveginum í Keflavík og farið þar í ein þrjú afmæli, Aron Magnea og Birnir... öll fædd í janúar. Heim var ég komin um miðjan febrúar, nokkru léttari en ég fór og því betur á mig komin ... líkamlega séð.
Það var óskaplega gaman að koma heim og hitta aftur barnabörnin sem ég hafði ekki séð í sex vikur, sjá lagfæringar sem Gísli hafði látið gera á eldhúsinu í fjarveru minni og svo birtist heimilisrafvirkinn, Óli tengdasonur með fjölskylduna til að lagfæra sitthvað sem hans fagi tilheyrir hér í íbúðinni. Í lok febrúar looooksins seldust svo Efrimýrar, afhending áætluð snemmsumars.
Mars..... búnaðarþing hjá Gísla og ég fygldi með, ligg ævinlega í leti á hótel Sögu meðan hann vinnur..... myrkranna á milli. Nú svo var farið að styttast í Londonferð hjá mér í hópi dætra, tengdadóttur og vinkvenna og men hvað var gaman. Etið, drukkið, rápað í búðir, farið í leikhús, skoðaðir ......... ööööööö ætli þær verði ekki vondar einhverjar ef ég upplýsi á hvað þær góndu stundum með tilheyrandi athugasemdum sumar hverjar.
Það var óhuggulega stutt í fermingu hjá Önnu þegar við komum heim en tókst samt með ágætum. Drengurinn var alsæll með daginn sinn og foreldrarnir stoltir af sínum duglega dreng... sem tók saman höndum fyrir aftan bak meðan hann stóð fyrir altarinu og vissi allt í einu ekki hvað hann átti að hafa hendurnar þá stundina.
Við heimkomu frétti ég svo að litla hetjan Huginn Heiðar hafði kvatt veröldina nóttina áður. Löng, erfið barátta var að baki og hetjan unga farin að hlaupa hinumegin, það gat hann aldrei hérna megin.
27 mars var ég svo farin aftur til London, núna á handavinnusýningu og sé ekki eftir því eitt andartak, það var svo gaman að hitta átrúnaðargoðið sitt í hönnun... Joan Elliott.
Annan apríl var svo Huginn Heiðar jarðsunginn og nýlögð af stað frá útförinni frétti ég að Einar Guðlaugs og Flosi veiðifélagi hans og vinur hefðu farist fram á heiði í grenjatúr.
En apríl færði manni líka ánægjustundir, Halla Katrín varð tveggja ára og var hér fyrir norðan, Jökull og Oddný giftu sig og Kiddi bróðir var kominn til alandsins og stoppaði í nokkra daga, og við Gísli stóðum við gamalt heit að halda börnum og tengdabörnum veislu ... þegar við værum búin að selja Efrimýra.
Í maí flutti Árný hér inn á neðri hæðina og ég sótti Sigtrygg suður og við fórum fram í Steiná til Kötu og Jonna til að taka þátt í sauðburði. Ég veit svei mér ekki hvort skemmti sér betur, drengurinn eða ég.
Júní færði okkur tiltekt fyrir afhendingu á Efrimýrum, nýjan húsbíl, skrepp vestur á Þingeyri með Önnu Guðbjörgu að heimsækja langafa og langömmu, smábæjarleika og ég í bólinu og svo ísbjarnarævintýri hið fyrra....... og svo var Danmerkurævintýrið rétt handan við hornið......
Og út flugum við eldsnemma morguns þann 4 júlí með Önnunni, Óla hennar og börnum. Mikill spenningur í gangi hjá börnunum, svolítill kvíði hjá þeim fullorðnu en ferðin tókst ævintýralega vel, ekkert óhapp en endalaust gaman hjá okkur öllum.
Ágústmánuður færði okkur marga daga í bílnum okkar góða sem Gísli setti á einkanúmerið Núpur og ekki laust við að það uppátæki gleddi hans gömlu konu. Ein mannmörg helgi fram á Núpi.... vantaði Jökul og hans fylgifiska, svo var það Króksmót og fleiri uppátæki.
September birtist á réttum tíma og færði okkur ljósanótt í Keflavík, smiði og sóðaskap eftir þá og svo átti Majan mín að detta í tvennt þann 20 en hún þraukaði út mánuðinn og gott betur, Kiddi bróðir og Lizel eignuðust hinsvegar dóttur þann 14.
7 október birtist svo 18 marka strákur hjá Maju og ég var svo heppin að fá að sjá hann nýfæddan, annars hefði ég ekki séð hann fyrr en í nóvember.... ég var nefnilega aftur á leið í viðgerð í "grasið" um miðjan okt. Fór reyndar langa leið því við keyrðum vestur á Þingeyri og þaðan í Hveragerði....með stoppi að sjálfsögðu í tvær nætur fyrir vestan og gistum í gamla herberginu hennar Lenu ömmu minnar, í því húsi sem hún bjó síðustu árin sín er nú rekið gistiheimili. Ég svaf vel ... sömu megin í rúminu og rúmið hennar var í herberginu.....
25 október áttum við hjónin 35 ára hjúskaparafmæli.
10 nóvember varð Annan okkar 35 ára, við fengum að hafa nöfnu mína og Sigtrygg í heimsókn í sumarbústað í Ölfusborgum þá helgi og áttum skemmitlega daga með þeim, stuttu seinna var ég svo komin heim úr viðgerðinni.......alsæl.
Svo tók við dimmur desember og jólin sem eru nýliðin. Þrátt fyrir aðstæður allar í kringum mann voru jólin góð hér á bæ, við höfum hvort annað og eigum mörg börn og barnabörn, góða vini...... hvað þarf maður meira?
Bloggvinir
- Anna Gísladóttir
- Rannveig Lena Gísladóttir
- Árný Sesselja
- Svanhildur Guðmundsdóttir
- Solla
- Gerða Kristjáns
- Guðrún Ösp
- Fjóla Æ.
- Mummi Guð
- Evaa<3
- Fanný
- Linda Lea Bogadóttir
- Brynja skordal
- saumakarfan
- Mamma
- Kolbrún Jónsdóttir
- Gylfi Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
- Anna Margret Valgeirsdóttir
- Signý Björg Valgarðsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- aloevera
- Kristín Bjarnadóttir
- Kristján Atli Sævarsson
- Ragnheiður
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- TARA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2013
- September 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
Athugasemdir
Halla mín.. þú hlýtur að halda dagbók ! ég gæti ekki rifjað svona upp árið þó mér væri borgað fyrir að :o) Gleðileg jól og farsælt nýár til þín og þinna, takk fyrir allt gamalt og gott .
Halla Guðmunds (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 00:23
Elsku Halla
Gleðilegt ár
Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.