. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Miðvikudagur ......

Og takk, stóra sys og Sifin mín fyrir að taka í eyrun mín og benda mér upp í birtuna.

Inni á spjallinu netkellnanna minna fann ég glaðning áðan.  Ein þeirra hafði verið að taka til í saumadóti sínu og fann þar kit með garni og plasti til að búa til kaffibolla, mundi eftir áráttu minni í að sauma út hina ýmsustu kaffibolla.  Þetta kemur hún áreiðanlega með í næsta klúbb .... sem ég er svo heppin að geta mætt í.  Að mæta hefur mér ekki tekist nema einu sinni á þessum vetri.

Ég á kaffibolla sem mamma heklaði og gaf mér, hafði samt orð á að líklega læki bollinn.  Pabbi bætti úr því með því að renna úr tré annan bolla og úr honum lak sko ekki nema í rétta átt. Ég kem því til með að geta sett upp í skápinn minn góða eina hillu af mjög sérstökum bollum. Þar eru komnir dúkkubollarnir mínir sem enn voru til þegar ég flutti úr sveitinni.

Við fórum á skemmtilega tónleika upp í kirkju á mánudagskvöldið, þar hélt Heiðar Kristjánsson upp á sjötugsafmælið sitt með því að bjóða fólki á tónleika.  Frjáls framlög sem hann tók við, hann afþakkaði öll blóm og gjafir, runnu öll til orgelsjóðs kirkjunnar, að því máli hefur Heiðar komið af miklum myndarskap.

Komið mál að linni, ég ætla út í göngutúr, set gemsann í vasann.... ef ég færi á hausinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigandinn

.
.

Amma, mamma, frænka, fyrrverandi, á og síðast en ekki síst eiginkona, með ólæknandi útsaumsáhuga 

halla@efrimyrar.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband